Saga - 2006, Page 59
þjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar þátttöku í styrjöld-
inni, sem Ísland hefur ekki“. Sósíalistar lögðu þetta til á lokuðum
þingmannafundi um málið, en tillaga þeirra var felld. Þá studdu
þeir ásamt öðrum stjórnarliðum tillögu Ólafs Thors forsætisráð-
herra um að Íslendingar ættu sanngirniskröfu á því að fá að taka
þátt í stofnun Sameinuðu þjóðanna „vegna afnota Bandamanna af
Íslandi“.101 Þessi málalok hnykkja enn á því, að rangt er að fullyrða
að Ísland hafi sagt að fullu skilið við hlutleysi með herverndar-
samningnum.
Niðurstöður
Þegar Íslendingar lýstu yfir hlutleysi með sambandslögunum 1918,
settu þeir utanríkisstefnu sinni í senn raunhæft viðmið og reyndu
að skerpa á fullveldi sínu í anda ríkjandi þjóðernishyggju. Ráða-
menn tóku mið af því að landið væri á bresku valdsvæði, eins og
glöggt hafði komið fram á styrjaldarárunum 1914–1918. Þeir vildu
sannfæra Breta um að landið mundi undir engum kringumstæðum
fylgja Danmörku í ófrið gegn þeim.
Þegar Hitler hóf vígbúnað og stríðshætta jókst, óttuðust íslensk-
ir ráðamenn að yfirráð Breta á Atlantshafi væru að veikjast vegna
nýrrar flugtækni. Flugvélar kynnu einnig að eyða þeirri vernd sem
landið hafði notið vegna fjarlægðar frá meginlandi Evrópu. Sam-
tímis hrundu fiskmarkaðir Íslendinga og þeir urðu allháðir þýsku
stjórninni í viðskiptum. Stjórnvöld stefndu að því að finna nýjan út-
flutningsmarkað í Bandaríkjunum, verjast hættunni frá Þjóðverjum
og tryggja aðflutninga til landsins í stríði.
Eftir að styrjöld hófst varð ráðamönnum ljóst að þeir urðu að
víkja af braut strangasta hlutleysis til að bjarga utanríkisverslun
landsins frá hruni og tryggja aðflutninga í samstarfi við Breta. Her-
nám landsins leiddi síðan til enn nánara samstarfs við Breta, ekki
aðeins í viðskiptamálum heldur einnig í varnarmálum. Ótakmark-
aður sjóhernaður Þjóðverja knúði stjórnvöld lengra áfram á þessari
braut. Hlutleysið var á hverfanda hveli, eins og sjá mátti merki um
fyrir stríð. Íslenskir ráðamenn reyndu þó jafnan að leyna vaxandi
samstarfi sínu við Breta, svo að samræmi skorti á milli orða og
gjörða stjórnvalda gagnvart almenningi. Bil myndaðist undir niðri
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 59
101 ,,Greinargerð ríkisstjórnarinnar“, Morgunblaðið 26. apríl 1945, bls. 12. — SA.
Fundargerðabók utanríkismálanefndar Alþingis, 24. febr. 1945.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 59