Saga - 2006, Page 65
S I G R Ú N P Á L S D Ó T T I R
Northern Antiquities
og dularfulli ritstjórinn Blackwell
Árið 1847 kom út í Bretlandi endurskoðuð útgáfa af enskri þýðingu víð-
frægs verks eftir Paul Henri Mallet sem fjallar meðal annars um sögu Dan-
merkur og fornan norrænan kveðskap. Í útgáfu þessari er að finna mikið af
nýju efni, einkum um íslenska menningu og sögu, og verður hún því að
teljast eitt af lykilverkum um það efni á enskri tungu frá þessu tímabili.
Þrátt fyrir það er ritstjóri útgáfunnar, sem jafnframt er höfundur við-
aukanna, varla nefndur í umfjöllun um útbreiðslu íslenskrar menningar í
hinum enskumælandi heimi. Í þessari grein er fjallað um þessa endurskoð-
uðu útgáfu verksins og hinn „týnda“ ritstjóra þess.
Verk svissneska fræðimannsins Pauls Henris Mallets, Introduction à
l’histoire de Dannemarc og Monumens de la mythologie et de la póesie des
Celtes et particulierements des anciens Scandinaves, sem gefin voru út
um miðbik 18. aldar, mörkuðu þáttaskil í kynningu á norrænum
menningararfi á meginlandi Evrópu á 18. og 19. öld.1 Um það er
varla deilt. Í Bretlandi áttu verkin stóran þátt í að kynna norræna
goðafræði og norrænar bókmenntir fyrir skáldum og fræðimönnum
á borð við Thomas Gray, James Macpherson, William Blake, William
Wordsworth, Samuel Taylor Coleridge, Thomas Carlyle, Walter
Scott, Matthew Arnold, William Morris og A. C. Swinburne. Árið
1770 komu verkin út í enskri þýðingu Thomasar Percys biskups og
gengu verkin upp frá því undir nafninu Northern Antiquities, stund-
um kennd við þá báða, Mallet og Percy.2 Þýðing Percys var endur-
útgefin óbreytt árið 1809 en síðan ekki aftur fyrr en árið 1979.
Saga XLIV:1 (2006), bls. 65–80.
1 Verkin komu út á árunum 1755 og 1756 en þá gegndi Mallet stöðu prófessors í
bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla. Danakonungur kunni vel að
meta framlag Mallets til danskrar sögu og gerði hann að einkakennara danska
krónprinsins fyrir vikið.
2 Andrew Wawn, The Vikings and the Victorians. Inventing the Old North in Nine-
teenth-century Britain (Cambridge, 2000). — Margaret Clunies Ross, The Norse
Muse in Britain: 1750–1830 (Trieste, 1998) og „Percy and Mallet. The Genesis of
Northern Antiquities“, Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum I. Ritstj. Gísli
Sigurðsson, Guðrún Kvaran og Sigurgeir Steingrímsson (Reykjavík, 1994), bls.
107–117.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 65