Saga - 2006, Page 67
Blackwell, ritstjóri nýrrar útgáfu Northern Antiquites, er gott
dæmi um slíkan höfund. Hans er ekki getið í Dictionary of National
Biography4 eða öðrum sambærilegum æviskrám né er hann skráður
í hinum ýmsu handritaskrám enskra safna. Blackwell er þó ekki
bara týndur höfundur að þessu leyti heldur hefur ritháttur upp-
hafsstafa í nafni hans gert leitina að honum erfiðari en ella. Í
Northern Antiquities eru upphafsstafir hans ritaðir I.A. og þannig er
nafn hans skráð í velflestum heimildum síðan, bókaskrám og raf-
rænum gagnagrunnum. Í gamalli bókaskrá Bodleian-bókasafnsins
í Oxford er hins vegar að finna gamla færslu þar sem upphafsstafir
ritstjóra verksins eru ritaðir J.A.5 Tvö bréf varðveitt í handritasafni
sama bókasafns og skráð eru á J.A. Blackwell benda til þess að hér
sé um mismunandi rithátt í fornafni ritstjórans að ræða: annað bréf-
ið varðar íslenskar bókmenntir, hitt utanríkismál í Ungverjalandi,6
en nokkrar tilvísanir í ungversk stjórnmál er að finna í umræddri
útgáfu Northern Antiquities. Líklegt verður því að teljast að ritstjóri
sá sem tekið hafði þýðingu Thomasar Percys á hinu víðfræga verki
Mallets til rækilegrar endurskoðunar og bætt við hana um 200 síð-
um af nýju efni, einkum umfjöllun um íslenskt efni, hafi verið Jos-
eph Andrew Blackwell, enskur aðalsmaður og sérstakur sendi-
maður bresku ríkisstjórnarinnar í Ungverjalandi á tímum upp-
reisnar þjóðernissinna þar í landi um miðbik 19. aldar. Og það er
ungverskur sagnfræðingur, Tomas Kabdeo, sem fræðir okkur
nánar um þennan mann sem hefur án efa átt stóran þátt í að
kynna menningu Íslendinga til forna í Bretlandi um miðbik 19.
aldar.7
Hann var fæddur inn í efnaða kaþólska fjölskyldu á Mið-
Englandi árið 1798. Sem kaþólikki fetaði Blackwell ekki hefðbund-
inn menntaveg aðalsmanna þess tíma en dvaldist þó, eins og títt
N O RT H E R N A N T I Q U I T I E S O G B L A C K W E L L 67
4 Breskar æviskrár einstaklinga með greinum eftir nafngreinda einstaklinga.
5 Í rafrænum gagnagrunni Bodleian-safnsins í Oxford, OLIS, hefur nýlega verið
bætt við færslu þar sem upphafstafir Blackwells eru ritaðir J.A.
6 Bodleian Libr., Oxford. Ms. Eng. lett 451 fol 1-2 og Ms. Clar. Dep 12 fol., 106, 125.
7 Þegar þessi grein var í smíðum hélt breski sagnfræðingurinn Alan Sked erindi
um Joseph Andrew Blackwell á ráðstefnu sem bar heitið „British-Hungarian
Relations since 1848“ og haldin var í London árið 2004 á vegum School of
Slavonic and East European Studies. Erindi Skeds ber heitið „Living on One’s
Wits. The Career of J.A. Blackwell“. Hvorki í þessu erindi né þeim greinum
sem skrifaðar hafa verið um Blackwell er minnst á störf hans á sviði íslenskra
fræða.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 67