Saga - 2006, Qupperneq 68
var um unga efnamenn, langdvölum á meginlandi Evrópu þar
sem hann lærði fjölda tungumála sem síðar gerði honum kleift að
framfleyta sér með ýmiss konar þýðingum, einkum á lagatextum
og öðrum málsskjölum. Hann sagðist sjálfur kunna 20 tungumál
og geta skrifað um hvaða efni sem væri í vísindum og bókmennt-
um. Í Evrópuferð sinni á 3. áratug 19. aldar kynntist Blackwell
ungverskri eiginkonu sinni en þá hafði fjölskyldufyrirtækið,
Blackwell og Dillon, orðið gjaldþrota, og vann hann því fyrir sér
með ýmiss konar þýðingum og skrifum, einkum um málefni Ung-
verjalands.8
Við stjórnarskipti árið 1841 komst Íhaldsflokkurinn (the Tories)
til valda í Bretlandi, Lord Aberdeen varð utanríkisráðherra en bróð-
ir hans Sir Robert Gordon var gerður að sendiherra Breta í Vín. Gor-
don, sem gerði sér miklar vonir um að auka mætti viðskipti Breta í
Ungverjalandi, þekkti til skrifa Blackwells um málefni landsins og
vildi gera hann að konsúl í Pest. Metternich prins, kanslari Austur-
ríkis, var hins vegar andvígur þeirri ráðagerð þar eð hann taldi
Blackwell styðja sjálfstæði Ungverja og því varð úr að Blackwell var
ráðinn af þeim Gordon og Aberdeen til að fylgjast með og gera
grein fyrir framvindu mála á ungverska þinginu, einkum málefna
sem snertu utanríkisviðskipti. Í þeim efnum gerðist hins vegar fátt
næstu árin sem orðið gat Bretum í hag og mál þróuðust því þannig
að í upphafi árs 1845 var Blackwell kominn aftur til London, án at-
vinnu.9 Og líklega er það þá sem hann hefst handa við útgáfu
Northern Antiquites. Þegar verkið kom út tæpum tveimur árum síð-
ar er Blackwell hins vegar kominn aftur til Ungverjalands, nú eftir
að hafa sannfært nýjan utanríkisráðherra, Lord Palmerston, um að
reyna enn á ný að koma sér í embætti konsúlsins. Vegna andstöðu
þáverandi sendiherra Breta í Vín gekk það ekki eftir en Blackwell
ílentist engu að síður í Ungverjalandi — varð meðal annars vitni að
uppreisn ungverskra þjóðernissinna 1849 sem bæld var niður af
Austurríkismönnum með hjálp Rússa — enda var hann orðinn
kunnugur mörgum af helstu ráðamönnum þar í landi. En nú er
spurt: Hvað fékk mann sem var svo að segja í miðjum klíðum við
S I G R Ú N P Á L S D Ó T T I R68
8 Alan Sked, „Living on One’s Wits“. — Thomas Kabdeo, „Blackwell’s First
Hungarian Mission“, The New Hungarian Quarterly, 28 (150) 1987, bls. 158–159.
— „Blackwell and Hungary“, Hungarian Studies, 3:1–2 (1987), bls. 153–56. —
„Joseph Blackwell’s Latest Hungarian Mission“, East European Quarterly, 20
(1986), bls. 55–73.
9 Alan Sked, „Living on one’s Wits“, bls. 3–4.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 68