Saga - 2006, Blaðsíða 70
skrifum er minnst á fræðastörf hans á þessu sviði. Þar að auki ligg-
ur ekkert á prenti eftir Blackwell sem skýrt getur þessa ákvörðun
hans og í raun er þar ekki um annað að ræða en harmleikinn Rud-
olf of Varosnay frá árinu 1841 og fáeinar greinar í breskum tímarit-
um, sumar nafnlausar. Greinar Blackwells fjalla margar um málefni
Ungverjalands en ógerningur er að tengja það áhugasvið hans og
þekkingu á íslenskum bókmenntum og sögu. Í lífshlaupi Josephs
Andrews Blackwells stendur því vinna hans við Northern An-
tiquities eins og einangraður og óútskýrður þáttur.
Það sem öðru fremur gerir Blackwell þó að óvæntum áhuga-
manni um íslenska menningu er sú staðreynd að hann var kaþólsk-
ur. Kaþólikkar eru vandfundnir í hópi breskra höfunda um íslensk
efni á þessu tímabili og líklega fyrir þá sök að áhugi á norrænni eða
íslenskri menningu var oft sprottinn úr einhvers konar hugmynda-
fræðilegri togstreitu norðurs og suðurs. Sú tvenndarhugsun kemur
gjarnan fram í þessum skrifum á þann hátt að reynt er að tengja
sögu Bretlands samgermanskri fortíð norrænna þjóða og þá um leið
að grafa undan mikilvægi rómversk-kaþólsks menningarheims í
því samhengi. Upphafning norðursins, hvort sem um var að ræða
bókmenntir, pólitískar eða trúarlegar stofnanir, fól þannig oft í sér
andstöðu við suðrið.
Eitt skýrasta dæmið um það hvernig umfjöllun um norræna
menningu var beint gegn kaþólskum menningarheimi eru skrif um
landafundi í Vesturheimi. Á síðari hluta 19. aldar var gefinn út fjöldi
bóka um efnið sem eflaust má rekja til útgáfu danska málfræðingsins
Carls Christians Rafns á helstu heimildum um ferðir norrænna
manna til Ameríku frá upphafi fram til 14. aldar í Antiquitates Ameri-
canæ árið 1837.11 Sum þessara rita voru einkum ætluð til fræðslu al-
S I G R Ú N P Á L S D Ó T T I R70
11 Sjá til dæmis Joshua Toulmin Smith, The Discovery of America by Northmen
(London, 1839). — Charles Kingsley, „The First Discovery of America“, Lec-
tures Delivered in America in 1874 (London 1875). — Marie A. Brown, The
Icelandic Discoveries of America or Honour to whom Honour is due (London, 1886).
— Arthur Middleton Reeves, The Finding of Wineland the Good (London,1890).
Bók Brown var beinskeytt gagnrýni á kaþólskan menningararf og páfavald og
lenti hún meðal annars af þeim sökum í deilum við Eirík Magnússon, bóka-
vörð í Cambridge, sem sakaði hana um að hafa með bókinni einungis ætlað
sér að vekja eftirtekt og athygli á sjálfri sér. Bók hennar var síðar gefin út í
Bandaríkjunum en þar voru einnig gefnar út bækur um sama efni, svo sem
Benjamin Franklin de Costa, The Northmen in America (1870), Rasmus Ander-
son, America Not Discovered by Columbus (Chicago, 1874) og Eben Norton
Horsford, Discovery of America by Northmen (Boston, 1888).
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 70