Saga - 2006, Page 72
Leið Blackwells til að hafna kenningu Finns er sú að benda á að Ís-
landsferð Kólumbusar hafi ekki haft úrslitaþýðingu fyrir Ameríku-
siglingu hans frekar en að ræða sannleiksgildi þeirrar minnisgrein-
ar sem sanna átti að sú ferð hafi verið farin líkt og andmælendur
þessarar kenningar höfðu gert og áttu eftir að gera, stundum í þeim
tilgangi að halda arfleifð Kólumbusar og um leið kaþólsks menn-
ingarheims á lofti.14 Ekkert í texta Blackwells virðist hins vegar
benda til slíkrar tilhneigingar enda dregur hann ekki í efa að Kól-
umbus hafi komið til Íslands og raunar heldur ekki að Rafn hafi
með útgáfu sinni á frásögnum af ferðum norrænna manna til Am-
eríku tekið af öll tvímæli um það sem hann kallar „the Scandina-
vian’s priority of discovery“. Hann hafnar því ekki megininntaki
þeirrar söguskoðunar sem verk Rafns og Finns birtu heldur því sem
honum finnast vera þjóðernislegar orsakaskýringar. Enda hefði
Blackwell varla ráðist í endurútgáfu á verki sem kemur á framfæri
norrænni og íslenskri menningu ef hann hefði ekki á einhvern hátt
verið þátttakandi í þeirri menningarpólitísku togstreitu sem greina
má í hugmyndum manna um norðrið og suðrið á þessum tíma. En
hver er þá hugmyndafræðilegur bakgrunnur verksins?
Hughyggja gegn raunhyggju?
Í rannsóknum mínum á viðtökum íslensks og norræns menningar-
arfs í Bretlandi á síðari hluta 19. aldar hef ég fært rök fyrir því
hvernig skoða megi áhuga á íslenskum bókmenntum og menningu
sem hluta af togstreitu tveggja hugmyndastefna 19. aldar, annars
vegar hughyggju (ídealisma) sem byggist á kenningum Kants og
Hegels um veröldina sem hefur enga tilvist handan hugsunarinnar
S I G R Ú N P Á L S D Ó T T I R72
that it rests on the erroneous supposition that Columbus had formed the idea
of discovering or rediscovering a western continent. Now this was far from
being the case, that, until the day of his death, he imagined that the West India
Islands and Terra Firma were the easternmost parts of Asia […] the course in-
variably pursued by Columbus in his first voyage was not in the direction of
Vinland, but in that of „the countries where the spices grow,“ which countries
he would have reached had not America existed to bar his passage. His dis-
covery of America was, in fact, quite accidental.“ I.A.Blackwell, „Coloniation of
Greenland, and discovery of the American continent by the Scandinavians“,
Northern Antiquities, bls. 268–269. (þýðing höfundar)
14 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, „Enska öldin“, Saga Íslands V.
Ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík, 1992), bls. 201–209.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 72