Saga - 2006, Síða 73
og hins vegar raunhyggju (pósitívisma).15 Kenningin um átök og
útbreiðslu þessara hugmynda á 19. öld var upphaflega sett fram
af John Stuart Mill en hann hélt því fram að Jeremy Bentham, sem
talsmaður raunhyggju, og Samuel Taylor Coleridge, sem boðberi
þýskrar hughyggju, væru þær tvenndir sem öll hugsun 19. aldar
snerist um.16 Þrátt fyrir að vera nokkuð yfirgripsmikil og þar af
leiðandi svolítil einföldun á mjög frjósömu skeiði vestrænnar
hugmyndasögu hefur kenning Mills verið nokkuð lífseig grein-
ingaraðferð á þróun hugmynda á þessu tímabili. Og sé viðgangur
íslenskra bókmennta í Bretlandi skoðaður í þessu samhengi má
færa rök fyrir því að hann hafi farið saman við hugmyndir og
hugðarefni sem eiga rætur að rekja til útbreiðslu þýskrar hug-
hyggju þar í landi. Í þessu sambandi má nefna nýjar áherslur í
textafræði, rannsóknir á norrænni goðafræði, kenningar um
hringrás sögunnar, áhersluna á mikilvægi fordæmisréttar, gagn-
rýni á iðnhyggju og kapítalisma, menningarlega afstæðishyggju
og loks hugmyndina um pólitískar dyggðir og samfélagsábyrgð.
Þessir þættir í breskri menningarsögu koma gjarnan við sögu í
textum þeirra höfunda sem skrifuðu um íslenska menningu en
þeir eiga jafnframt upphaf sitt í breskri hughyggju, eins og kenn-
ingar Kants og Hegels voru útfærðar af breskum menntamönnum
sem andsvar við þeirri raunhyggju sem að þeirra mati var allsráð-
andi í vitsmunalífi samfélagsins. Að sama skapi hölluðust þeir
sem á annað borð höfnuðu mikilvægi íslenskrar menningar í sögu
„mannsandans“ frekar að viðhorfum sem áttu upptök sín í hefð
breskrar raunhyggju.
En hvernig fellur texti Blackwells að þessari skilgreiningu? Í
stuttu máli sagt virðast skrif hans afsanna að slíkt mynstur sé algilt
því hugmyndir Blackwells sverja sig í ætt við bæði hughyggju og
raunhyggju í þessum skilningi. Fyrst ber að nefna að Blackwell
virðist eindreginn talsmaður vísindalegrar sagnfræði í anda þýska
sagnfræðingsins Leopolds von Ranke sem þó var á þeim tíma lítt
N O RT H E R N A N T I Q U I T I E S O G B L A C K W E L L 73
15 Bodleian Library, Oxford, Sigrún Pálsdóttir, Icelandic Culture in Victorian
Thought. British Interpretations (c. 1850–1900) of the History, Politics and
Society of Iceland. Doktorsritgerð frá Oxford-háskóla, 2000 og eftir sama höf-
und: „Um hvað fjallar viðtökusaga íslenskrar menningar“, Íslenskir sagnfræð-
ingar II. Viðhorf og rannsóknir. Ritstj. Loftur Guttormsson, Páll Björnsson, Sig-
rún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík, 2002), bls. 441–449.
16 Mill setti þessa kenningu upphaflega fram í tveimur greinum sem birtust í
Westminster Review árin 1838 og 1840.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 73