Saga - 2006, Síða 75
Á hinn bóginn virðist afstaða hans til menningarþróunar frekar
vera í anda þýskrar hughyggju eins og umfjöllun hans um fram-
vindu veraldarsögunnar og þróun menningarfyrirbæra ber með
sér. Þannig taldi Blackwell — að mörgu leyti í andstöðu við þá
sterku framfaratrú sem ríkjandi var meðal Breta um miðbik 19. ald-
ar — að enda þótt germanski kynstofninn væri leiðandi í siðmenn-
ingu heimsins, líkt og rómversk menning hafði verið öldum áður,
yrði slíkt ástand ekki ævarandi:
Sá dagur mun hins vegar óhjákvæmilega renna upp þegar
hinn germanski kynstofn, eftir að hafa þróast frá villimennsku
til siðmenningar og frá siðmenningu til hnignunar, mun þurfa
að afsala sér arfleifð sinni til frumstæðari og öflugri kynstofns,
eða endurlífgast með þeim samruna þjóða sem heil öld stríðs-
átaka og eyðileggingar hefur jafnan getið af sér á mismunandi
tímaskeiðum. Megi sá dagur vera langt undan; en þegar þýsk
heimspeki mun úrkynjast í hellenískar rökbrellur og bresk sið-
fágun í rómverskt óhóf, getum við óhikað hallast að þeirri nið-
urstöðu að hinn germanski kynstofn hafi náð hámarki og muni
óhjákvæmilega falla að fótum þess kynstofns sem samkvæmt
óræðri sköpun Almættisins er dæmdur til að viðhalda þróun
mannkyns á jörðu og efla vitsmunalíf þess í framhaldinu.19
Hugmyndir um hringrás sögunnar — sem byggðust að einhverju
leyti á kenningum 18. aldar heimspekingsins Giambattista Vico —
áttu á 19. öld einkum fylgi að fagna meðal frjálslyndra þjóðkirkju-
manna (Liberal Anglicans) en leiðtogi þeirra var skólamaðurinn
Thomas Arnold og meðal fylgismanna hans voru sagnfræðiprófess-
N O RT H E R N A N T I Q U I T I E S O G B L A C K W E L L 75
19 „The day, however, must necessarily arrive when the Teutonic race, after
running its destined career from barbarism to civilization, from civilization to
decay, will have, either to cede this heritage to a more primitive and vigorous
race, or to be regenerated by that fusion of nations which a century of war and
devastation has at different epochs invariably produced. May this day be still
far distant; but when German philosophy shall degenerate into Hellenic
sophistry, and British refinement into Roman luxury, we may safely conclude
that the Teutonic race has reached its point of culmination, and must necess-
arily fall before the race destined, by the inscrutable designs of an Allwise
Providence, to carry on the development of humanity on earth, and render it
more fit for higher intellectuality hereafter.“ I.A. Blackwell, „Remarks on
Bishops Percy’s preface“, Northern Antiquities, bls. 45. Sjá nánar Sigrún Páls-
dóttir, „Icelandic Culture in Victorian Thought“, bls. 105–107 og Andrew
Wawn, The Vikings and the Victorians, bls. 177. (þýðing höfundar)
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 75