Saga - 2006, Page 78
Það væri mikil einföldun að segja að þetta viðhorf Blackwells félli
að ríkjandi viðhorfi fræðimanna á 19. öld, erlendra og íslenskra,
sem töldu Íslendingasögurnar áreiðanlegar sögulegar heimildir
þrátt fyrir að skrásetjarar þeirra kynnu að hafa skáldað í eyður hér
og þar. Þessi afstaða kemur fram hjá þeim George Webbe Dasent
þýðanda Njálssögu og W. G. Collingwood sem meðal annars þýddi
Kormákssögu.24 Þótt Blackwell deili þessari afstöðu með löndum
sínum er eins og spurningar þær sem hann varpar fram snúist
fremur um eðli sögulegra heimilda og notkun þeirra en áreiðan-
leika. Og þar virðist hann ganga aðeins lengra en aðrir 19. aldar
fræðimenn áttu eftir að gera. Það er meira að segja freistandi að
túlka orð hans á þann veg að heimildagildi felist ekki í áreiðanleika
þeirra atburða sem þar koma fyrir heldur þeim viðhorfum og
gildum sem textinn endurspeglar. Að þessu leyti myndi afstaða
hans sverja sig meira í ætt við þann skilning sem Sigurður Nordal
brýndi fyrir fræðimönnum um miðbik síðustu aldar, og erlendir
og síðan íslenskir fræðimenn hafa tileinkað sér á síðustu áratug-
um. Sá skilningur gerir ráð fyrir að hægt væri að nota sögurnar
sem heimildir um samfélagsgerð án þess að velta fyrir sér sann-
leiksgildi þeirra, en þetta var tilraun Sigurðar til að endurskil-
greina Íslendingasögurnar sem sagnfræðilegar heimildir innan
þeirrar skilgreiningar sem bókfestukenningin gerði ráð fyrir.25
Hugmyndasagan og hinir týndu textar
Í rannsóknum á hugmynda- og hugarfarssögu hefur fræðimönnum
orðið tíðrætt um það sem kallað er „hin ríkjandi viðhorf“. Þótt orð-
in gefi til kynna að hér sé átt við viðhorf meirihluta manna sem
heimildir eru til um á tilteknum tíma er það auðvitað ekki svo. Það
er til dæmis ósennilegt að hinar ýmsu fastmótuðu myndir sem til
S I G R Ú N P Á L S D Ó T T I R78
with such vivid colours as in the graphic pages of Froissart? Who present us
with a more truthful picture of the turbulent freedom of a mediæval Italian
republic than Giovanni Villani? And do not the memoirs of Saint Simon, and
the letters of Sévigné, throw a greater light on the social state of France dur-
ing the reign of Louis XIV than most elaborate history?“ I.A. Blackwell,
„Manners and Customs of the Icelanders“, Northern Antiquities, bls. 309.
(þýðing höfundar)
24 Bodleian Library, Oxford, Sigrún Pálsdóttir, Icelandic Culture in Victorian
Thought, bls. 71–72.
25 Sjá til dæmis Gunnar Karlsson, „„Að hugsa er að bera saman“. Um sagnfræði
Sigurðar Nordals og Fragmenta ultima“, Andvari 129 (1996), bls. 126–137.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 78