Saga - 2006, Side 82
Þrátt fyrir að fræðimenn hafi beint sjónum sínum að menningar-
starfsemi þessara ríkja á Íslandi, hefur lítið verið fjallað um þátt
kvikmynda í starfsemi þeirra.2 Hér á landi voru það einkum Menn-
ingartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (MÍR) og Upplýsinga-
þjónusta Bandaríkjanna (USIS) sem héldu reglulega kvikmynda-
sýningar og dreifðu kvikmyndum og kvikmyndasýningarvélum
sínum víða um land.
Viðfangsefni þessarar umfjöllunar er að gera grein fyrir forsend-
um kvikmyndasýninga á vegum MÍR og Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna á Íslandi. Einkum verður athyglinni beint að þessu
starfi á landsbyggðinni, en litlar rannsóknir eru til um kvikmynda-
sýningar utan Reykjavíkur. Leitast verður við að varpa ljósi á póli-
tískar forsendur stórveldanna fyrir því að stuðla að kvikmyndasýn-
ingum í erlendum ríkjum, hvernig skipuleggjendur sýninganna hér
á landi hugsuðu sér starfsemina, hvaða mynd starfsemin tók á sig
þegar út í íslenskt samfélag var komið og síðast en ekki síst hvaða
reynslu íslenskir áhorfendur höfðu af þessum sýningum á árunum
1950–1975.
Kalda stríðið hefur á síðustu árum hlotið mikla athygli fræði-
manna. Margir þeirra telja að vafasamt sé að skoða allt í menningu
þjóða undir formerkjum kalda stríðsins.3 Breski sagnfræðingurinn
David Caute hefur t.d. gagnrýnt kenningarlega notkun fræði-
manna á textalegum aðferðum eins og táknfræði við skoðun á kvik-
myndum og tengslum þeirra við hræringar í stjórnmálum og
menningu. Fræðileg verk eins og Running Time. Films of the Cold
War (1982) eftir bandaríska sagnfræðinginn Nora Sayre og flestar af
þeim greinum sem finna má í heftum tímaritsins Film and History
sem fjalla sérstaklega um kvikmyndir og kaldastríðstímabilið eru
þessu marki brenndar.4 Þar er táknfræðilegur „lestur“ fræðimanns-
ins á merkingu kvikmyndanna lagður fyrst og fremst til grundvall-
ar umfjölluninni, en ekki reynsla, skráðar heimildir eða viðtöl. Orð
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N82
2 Sjá t.d.: Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins (Reykjavík, 1996), og Jón
Ólafsson, Kæru Félagar. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920–1960 (Reykjavík,
1999).
3 David Caute, „Foreword“, The Cultural Cold War in Western Europe, 1945–1960.
Ritstj. Giles Scott-Smith and Hans Krabbendam (London, 2003), vi–viii.
4 Sjá t.d.: Robert Sickels, „All East on the the Western Frontier. John Ford´s My
Darling Clementine (1946)“, Film and History 31:1 (2001), bls. 13–21. — Marc P.
Singer, „Fear of the Public Sphere. The Boxing Film in Cold War America“
(1947–1957), Film and History 31:1 (2001), bls. 22–27.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 82