Saga - 2006, Side 84
virðist alltaf hafa verið reiðubúinn að taka þátt í því starfi.8 Sagn-
fræðingurinn Lary May hefur haldið því fram í bók sinni The big
tomorrow. Hollywood and the politics of the American way (2000) að Eric
Johnston, sem var forsvarsmaður Samtaka kvikmyndaframleið-
enda (Motion Picture Producers´ Association), hafi haft gríðarleg
pólitísk áhrif á kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood fljótlega upp úr
síðari heimsstyrjöld. Þessi áhrif mátti meðal annars sjá, segir May, í
því hvers konar kvikmyndir voru framleiddar, hvaða sögur voru
sagðar á kvikmyndatjaldinu og síðast en ekki síst hvaða stjörnur
léku aðalhlutverkin í kvikmyndum Hollywood-fyrirtækja. John-
ston leit svo á að í kjölfarið á hörðum stéttaátökum á þriðja áratugn-
um og kreppunni miklu hefði siðferði bandarísku þjóðarinnar
hnignað.9 Það var hins vegar árás Japana á Pearl Harbor og þátt-
taka Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni sem endurvakti með
þjóðinni gömlu landnemagildin um mikilvægi trúarinnar á Guð,
lýðræði, samstöðu og siðferðisþrek.10 Johnston hélt því fram að
mjög mikilvægt væri fyrir bandarísku þjóðina að halda í þessi gildi,
ekki síst á þeim tímum þegar kommúnisminn í Sovétríkjunum ógn-
aði heimsbyggðinni með „vafasamri“ stéttapólitík og gagnrýni
sinni á neysluhyggju kapítalismans. Að mati hans höfðu kvik-
myndaframleiðendur í Hollywood mikilvægu hlutverki að gegna í
þessum efnum:
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N84
8 James E. Combs og Sara T. Combs, Film Propaganda and American Politics. An
Analysis and Filmography (New York, 1994), bls. 28. — George Creel hefur í bók
sinni How We Advertised America (New York, 1920) lýst ágætlega mikilvægi
þess fyrir bandarísk stjórnvöld að notfæra sér kvikmyndamiðilinn í fyrri
heimsstyrjöld. Hægt er að nálgast hluta ritsins á www.historytools.org.
9 Eric Johnston, „Utopia Is Production“, Screen Actors Guild Magazine 14 (April
1944), bls. 7. Sjá einnig bók hans: America Unlimited. The Case for a People’s
Capitalism (Garden City, 1944).
10 Lary May, The big tomorrow. Hollywood and the Politics of the American Way
(Chicago, 2000), bls. 175. Landnemahugmyndin er mjög sterk í bandarískri
sögu- og menningarskoðun og var það sagnfræðingurinn Frederick Jackson
Turner sem lagði grunninn að þeim skilningi í fyrirlestri sem hann hélt 1893 í
Chicago og kallaði „The Significance of the Frontier in American History“.
Bók Richards W. Etulains fjallar um þessa áhrifamiklu hugmynd Fredericks
Jacksons Turners í bókinni Does the Frontier Experience Make America Excep-
tional? (Boston, 1999). Patricia Nelson Limerick er dæmi um sagnfræðing sem
hefur byggt á landnemahugmyndum Fredericks Jacksons Turners, en á gagn-
rýninn hátt. Sjá bók hennar: Something in the Soil. Legacies and Reckonings in the
New West (New York, 2000).
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 84