Saga - 2006, Side 86
Samtökin gáfu út bók, The Screen Guide for Americans, sem lagði lín-
urnar í því hvað væri ásættanlegt. Sem dæmi stóðu með feitletruð-
um stöfum fyrir hvern kafla staðhæfingar á borð við: „Ekki gera lít-
ið úr einkaframtaki“, „Ekki dýrka hinn venjulega mann“ og „Ekki
sýna að fátækt sé dyggð og mistök göfug“.12 Að mati May hafði
þetta þau áhrif að kvikmyndahandrit sem áður höfðu þótt fýsileg
til framleiðslu, handrit sem sýndu tákngervinga auðvaldsins í nei-
kvæðu ljósi, fóru nú að heyra sögunni til. Bandarískir kvikmynda-
dreifendur tóku einnig þátt í þessu þjóðernisstarfi Johnstons og
fóru sem dæmi fram á það við kvikmyndahúsaeigendur í Noregi að
þeir sýndu ekki myndina Þrúgur reiðinnar (The Grapes of Wrath,
1940) í kvikmyndahúsum sínum nema áhorfendum væri gerð grein
fyrir því að þær aðstæður sem sæjust í myndinni væru ekki al-
mennar og að eftir gerð myndarinnar hefði verið bætt úr þeim.13
En það var ekki síst á stjórnvaldsstigi sem þessar hugmyndir
náðu að breiðast út. And-ameríska nefndin (House Un-American
Activities Committee) beitti sér fyrir því að skoða kvikmyndaiðn-
aðinn sérstaklega með tilliti til stjórnmálaskoðana þeirra sem þar
störfuðu. Ráðuneyti eins og innanríkisráðuneytið og viðskipta-
málaráðuneytið lögðu sig fram við að ýta eingöngu undir dreifingu
bandarískra kvikmynda erlendis sem væru þeim samboðnar út frá
stjórnmálalegum hugmyndum um bandarískt þjóðlíf. May bendir á
að á þessum fyrstu árum kalda stríðsins hafi orðið „sprenging“ í
gerð kvikmynda sem fjölluðu um stríð, kúreka og atburði sem
byggjast á lýsingum biblíunnar. Þær myndir sem voru ráðuneytun-
um samboðnar sýndu Bandaríkin sem stéttlaust samfélag sem hefði
jákvæða reynslu af fjármagni, land þar sem þjóðlífið þarfnaðist lít-
illa eða engra samfélagslegra breytinga og þjóðlíf sem héldi í göm-
ul og stöðug gildi landnemans. May bendir á að hlutverk stríðs-
mynda, með áherslu á ofbeldi sem ófriði fylgir, hafi á þessum árum
verið mjög mikilvægt vegna þess að þær undirstrikuðu þá stað-
föstu trú að það væri engin lausn í því að semja sig frá árekstrum
við óvininn eða vandamálum sem óvinurinn var talinn upphafs-
maðurinn að. Eina raunverulega lausnin væri að drepa, lækna eða
fangelsa óvininn.14
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N86
12 Lary May, The big tomorrow, bls. 203.
13 Lary May, The big tomorrow, bls. 178.
14 Lary May, The big tomorrow, bls. 207. Frances Stonor Saunders bendir á í bók
sinni Who Paid the Piper? að einn af útsendurum CIA, Carleton Alsop, hafi
sent CIA með reglulegu millibili skýrslur um kvikmyndaiðnaðinn. Eitt af því
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 86