Saga - 2006, Page 87
Pólitíska stjórnkerfið gekk svo langt í því að hafa eftirlit með og
áhrif á gerð kvikmynda að Bandaríska leyniþjónustan (Central Intelli-
gence Agency (CIA)) kom fyrir njósnurum sínum í kvikmyndaiðnað-
inum.15 Bandaríska alríkislögreglan (Federal Bureau of Investigation
(FBI)) lagði einnig bæði til handrit og fjármagn til kvikmyndafyrir-
tækja í Hollywood.16 Þessi áhersla stjórnvalda skýrist að miklu leyti
af því að bæði stjórnmálamenn og forsvarsmenn innan stofnana eins
og CIA litu svo á að Marshallaðstoðin, sem reisa átti við evrópskar
þjóðir með fjárhagslegri aðstoð, gæti ekki ein og sér gert það. Til þess
að það tækist þyrfti að beita aðferðum sem breyttu hugsunarhætti
fólks, og þá sérstaklega menntaðs fólks sem væri hallt undir hug-
sjónir kommúnismans.17 Einn liður í því starfi Marshallaðstoðarinn-
ar var að framleiða kvikmyndir og sýna þær í ríkjum Evrópu.18
Áróðursstarfsemi í formi framleiðslu og dreifingar kvikmynda
sem og annarra fjölmiðla á erlendri grundu var jafnframt ein helsta
starfsemi Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna (United States
Information Service (USIS)) sem árið 1954 var gerð að sjálfstæðri
stofnun, Upplýsingastofnun Bandaríkjanna (United States
Information Agency (USIA)).19 Verksvið stofnunarinnar var fyrst
og fremst að miðla andkommúnískum áróðri og kynna Bandarík-
in sem fulltrúa frelsis, framfara og friðar.20 Í minnisblaði frá árinu
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 87
sem hann skrifar um er mikilvægi þess að sýna hörundsdökkt fólk og frum-
byggja í jákvæðu ljósi. Ræddi hann sérstaklega við kvikmyndaleikstjóra um
þessi atriði. Sjá bls. 290–291.
15 Lary May, The big tomorrow, bls. 203. Sjá einnig: Frances Stonor Saunders, Who
Paid the Piper?, bls. 290. Saunders heldur því fram að CIA, sem var formlega
stofnað 26. júlí 1947, hafi verið ætlað það hlutverk í upphafi að samræma
leynilega upplýsingaöflun hersins og ríkiserindreka. Stofnun CIA markaði
þáttaskil í bandarískum stjórnmálum, en stofnunin hafði umboð til að beita
lygum og afneitun á friðartímum. Síðar varð ljóst að stjórnvöld höfðu hér
búið til stofnun sem erfitt var að gera ábyrga fyrir gerðum sínum (sama rit,
bls. 32–33).
16 Frances Stonor Saunders, Who Paid the Piper?, bls. 287.
17 Frances Stonor Saunders, Who Paid the Piper?, bls. 30.
18 Sjá: Harry Bayard Price, The Marshall Plan and Its Meanin (New York, 1955).
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um þessar kvikmyndir á vefsíðunni
www.marshallfilms.org. Nokkrar kvikmyndir úr þessari áætlun Marshall-
aðstoðarinnar hafa varðveist á Kvikmyndasafni Íslands. Upplýsingar um þær
eru á áðurnefndri vefsíðu.
19 Starfsemi stofnunarinnar erlendis var þó áfram kölluð USIS.
20 John W. Henderson, The United States Information Agency (New York, 1969),
bls. 54.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 87