Saga - 2006, Qupperneq 88
1963 leggur John F. Kennedy til að mynda ríka áherslu á það að
Upplýsingaþjónustan ætti að hafa það hlutverk að styðja við sjón-
armið sem forseti Bandaríkjanna setti fram og að auki ætti stofnun-
in að:
(a) ýta undir almennan stuðning á erlendum vettvangi við
þau markmið að búa við „friðsamleg samskipti frjálsra og
sjálfstæðra þjóða, frelsi til að velja og hafna eigin framtíð
og kerfi svo framalega sem það ógnar ekki frelsi annarra“;
(b) benda á að Bandaríkin séu sterk, lýðræðisleg og atkvæða-
mikil þjóð sem sé hæf til þess að vera í fararbroddi á þessu
sviði, og
(c) afhjúpa og berjast gegn óvinveittum tilraunum til þess að
afbaka eða standa í veginum fyrir markmiðum og stefnu-
málum Bandaríkjanna.21
Markvisst var unnið að því að fordæma kommúnisma, upphefja
hið kapítalíska hagkerfi og styrkja hugmyndir Bandaríkjanna um
lýðræði með margháttaðri starfsemi í gegnum útvarpssendingar,
bókasöfn, bókaútgáfu, dreifingu bóka, dagblaða, kvikmynda, sjón-
varpsútsendinga, listsýninga af ýmsu tagi og enskukennslu svo
eitthvað sé nefnt. Á sjötta áratugnum var stofnunin með starfsemi í
yfir 70 löndum.22
Framleiðsla og dreifing Upplýsingaþjónustunnar á kvikmynd-
um var kostnaðarsamur þáttur í starfseminni, eins og kemur fram í
skýrslu Leo Bogarts um starfsemi USIA og áróðurskvikmyndir, en
mjög mikilvægur liður til að „útlista utanríkisstefnu án þess að
áhorfandinn geri sér grein fyrir því.“23 Þessi starfsemi Upplýsinga-
þjónustunnar var einnig rökstudd með því að nauðsynlegt væri að
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N88
21 Robert Ellsworth Elder, The Information Machine. The United States Information
Agency and American Foreign Policy (Syracuse, 1968), bls. 4. „(a) encourage
constructive public support abroad for the goal of a “peaceful world com-
munity of free and independent states, free to choose their own future and
their own system as long as it does not threaten the freedom of others”; (b)
identify the United States as a strong, democratic, dynamic nation qualified
for its leadership of world efforts toward this goal, and (c) unmask and coun-
ter hostile attempts to distort or frustrate the objectives and policies of the
United States.“ (þýðing höfunda)
22 Robert Ellsworth Elder, The Information Machine og John W. Henderson, The
United States Information Agency.
23 Leo Bogart í Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði. Starfsemi Upp-
lýsingaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi 1948–1968. BA-ritgerð í sagnfræði,
Háskóli Íslands (2003), bls. 13.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 88