Saga - 2006, Page 89
vega upp á móti kvikmyndaframleiðslunni í Hollywood og þeirri
mynd sem hún þótti draga upp af bandarísku lífi. Talið var að
Hollywood-kvikmyndirnar ýttu undir hugmyndir á borð við þær
að í Bandaríkjunum væri skortur á menningu og að þar þrifist mik-
il efnishyggja og glæpastarfsemi.24 Í skýrslu Bogarts kemur einnig
fram að þar sem markmið kvikmyndasýninganna væri að hafa
áhrif á viðhorf fólks væri brýnt að starfsmenn stofnunarinnar
stjórnuðu umræðum eftir sýningu kvikmyndanna með það fyrir
augum að draga athygli áhorfandans að áróðursboðskap myndar-
innar sem annars gæti farið fyrir ofan garð og neðan.25
Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna á Íslandi
Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna á Íslandi hóf starfsemi sína árið
1948 en starfið fór frekar hægt af stað. Það var ekki fyrr en um það
leyti sem MÍR var stofnað árið 1950 að menningarpólitík Bandaríkj-
anna komst í fastan farveg hér á landi. Í umfjöllun Roberts Elders í
The Information Machine. The United States Information Agency and
American Foreign Policy kemur fram að starfsmenn Upplýsingaþjón-
ustunnar töldu að beinn áróður í gegnum áðurnefnda miðla væri
ekki talinn líklegur til að skila stofnuninni árangri. Stofnunin lagði
sig fram um að afla sér upplýsinga um það menningarlega og
stjórnmálalega umhverfi sem fjölmiðlaefninu skyldi verða dreift í
og var það síðan notað til þess að meta hvers konar upplýsingum
væri vænlegt að dreifa meðal fólks.26 Þar var Ísland engin undan-
tekning. Í skýrslu sem William C. Trimble skrifaði, þegar hann sinnti
starfi sendifulltrúa Bandaríkjanna á Íslandi árið 1947 til vors 1948,
kemur fram að hann teldi hagkvæmast að notast við „óbeina nálg-
un“ til að hafa áhrif á Íslendinga og það væri mikil þörf á and-
kommúnískum kvikmyndum, lesefni og fréttaefni fyrir Íslend-
inga.27 Stofnunin taldi að þrátt fyrir að Íslendingar væru vinveittir
Bandaríkjunum væru þeir gagnrýnir á hlutverk Bandaríkjanna í al-
þjóðastjórnmálum og fyrirlitu erlendan áróður.28 Bandaríkjamenn
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 89
24 Alvyn A. Snyder í: Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 13.
25 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 13.
26 Robert Ellsworth Elder, The Information Machine, bls. 240.
27 Lbs.-Hbs. Rósa Magnúsdóttir, Menningarstríð stórveldanna á Íslandi
1948–1961, BA-ritgerð í sagnfræði. Háskóli Íslands 1999, bls. 18. — Sjá einnig:
Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 179–180.
28 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 17.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 89