Saga - 2006, Page 91
vinna að því að bæta ímynd Bandaríkjanna á landsbyggðinni en
það væri ekki síst þangað sem kommúnistar sæktu fylgi sitt.33 Yfir-
maður Upplýsingaþjónustunnar var ávallt Bandaríkjamaður en
stofnunin réð íslenska starfsmenn til að kynna og byggja upp starf-
semina sem og bjóða sýningarvélar og kvikmyndir út á land. Einn
af fyrstu íslensku starfsmönnum stofnunarinnar var Gísli
Guðmundsson, kennari og leiðsögumaður.
Stofnunin lánaði kvikmyndasýningarvélar og kvikmyndir til fé-
laga og samtaka, ungmennafélaga, íþróttafélaga, Hjálpræðishersins,
búnaðarfélaga, félagsheimila, Kiwanisklúbba, sjúkrahúsa og skóla,
en stofnunin var í samstarfi við menntamálaráðuneytið á Íslandi um
dreifingu á kvikmyndum í barnaskóla landsins. Frekara samstarf
við ríkisstofnanir var t.a.m. við Sjónvarpið, en eftir að það hóf út-
sendingar sínar fengu þáttastjórnendur Stundarinnar okkar barna-
myndir til að sýna í þættinum. Sjónvarpinu bauðst jafnframt að sýna
barnaþættina Sesame Street (framleiðsla þeirra hófst 1969) en ráða-
menn Sjónvarpsins töldu of dýrt að þýða efnið yfir á íslensku. Aftur
á móti þáði Sjónvarpið kvikmyndaefni Upplýsingaþjónustunnar í
þáttaröðina Nýjasta tækni og vísindi sem voru geysivinsælir þættir og
sýndir um árabil í Sjónvarpinu. Kvikmyndasýningarvélar og kvik-
myndir menningarstofnunarinnar ferðuðust ekki eingöngu víða um
land heldur einnig út á rúmsjó í báta og togara. Bessí Jóhannsdóttir,
starfsmaður Upplýsingaþjónustunnar 1971–1973, segir t.d. frá því
að sjómenn hafi verið „alætur á þetta“ og verið mjög þakklátir fyrir
að geta fengið kvikmyndirnar lánaðar.
Ein af mörgum sýningum sem stofnunin skipulagði í kvik-
myndahúsum borgarinnar á fyrstu starfsárunum var Atlantshafs-
bandalagið (Alliance for Peace, 1951) sem var sýnd sem aukamynd í
Trípolíbíói en myndin var með íslensku tali.34 Myndin fjallar um
aðdragandann að stofnun NATO. Talið er að 4.500 manns hafi séð
myndina en hún var sýnd 22 sinnum árið 1952.35 Upplýsingaþjón-
ustan hérlendis brýndi fyrir yfirmönnum í Washington nauðsyn
þess að kvikmyndirnar væru talsettar á íslensku þar sem það gerði
þær enn vinsælli, einkum meðal landsbyggðarfólks og verkalýðs-
ins sem skildi enskuna takmarkað. Þannig mætti einnig gefa Upp-
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 91
33 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði (sbr. w.32), bls. 42.
34 Sjá auglýsingu í Morgunblaðinu 30. nóvember 1952.
35 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 36.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 91