Saga - 2006, Síða 93
fé til að íslenska kvikmyndir sem voru í dreifingu í barnaskólum
landsins.39
Það var ekki óalgengt að kvikmyndasýningar Upplýsingaþjón-
ustunnar væru skipulagðar í sambandi við aðra dagskrá. Kvikmynd-
ir voru því oft sýndar í tengslum við fyrirlestra og sýningar á bóka-
safninu. Í kjölfarið á kvikmyndasýningunum var hefð fyrir því að
bjóða gestum upp á hressingu og oft áttu sér stað formlegar og
óformlegar umræður eftir sýningar. Starfsmenn Upplýsingaþjónust-
unnar höfðu yfir að ráða nafnalista sem var notaður til að bjóða fólki
á sýningar. Á listanum voru nöfn einstaklinga sem höfðu gefið sig
fram við stofnunina og nöfn þeirra sem stofnunin vildi ná til hverju
sinni. Þó að margir þeirra sem sóttu viðburði stofnunarinnar hafi
verið hliðhollir Bandaríkjunum var talsverður fjöldi fólks sem sótti í
starfsemina og vitað var að hölluðust að vinstri væng stjórnmál-
anna.40 Í skýrslu stofnunarinnar um Ísland frá árinu 1950 kemur
fram að meginmarkhópar á Íslandi hafi verið verkalýðsleiðtogar,
kennarar, háskólanemar og stjórnmálamenn.41 Erla B. Axelsdóttir,
sem vann hjá stofnuninni frá 1967 til 1975, segir að reynt hafi verið að
ná til breiðs hóps. Kennarar voru t.a.m. vinsæll hópur og því haldið
fram að „þeir mundu kenna rétta stefnu og strauma útí skólunum.“42
Árið 1963 fluttist upplýsingamiðstöðin á Hótel Sögu. Þar var
engin sérútbúin kvikmyndasýningaraðstaða en oft var sýnt í sal
bókasafnsins. Stofnunin fluttist svo árið 1970 á Neshagann. Vetur-
inn 1972–1973 var ákveðið að upplýsingamiðstöðin myndi starfa
undir nafninu Menningarstofnun Bandaríkjanna (American
Cultural Center).43 Á Neshaganum var útbúinn kvikmyndasalur í
kjallaranum og að auki skrifstofa, bókasafn og fundarsalur. Íslensk-
ir starfsmenn stofnunarinnar höfðu töluvert um það að segja, ekki
síst þegar frá leið, hvaða bækur og kvikmyndir það voru sem flutt-
ar voru til landsins og sýndar.44 Ólafur Sigurðsson segist aðallega
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 93
39 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 36.
40 Viðtal við Bessí Jóhannsdóttur, 17. ágúst 2001, og Erlu B. Axelsdóttur, 13. júlí
2001.
41 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 18.
42 Viðtal við Erlu B. Axelsdóttur, 13. júlí 2001.
43 Viðtal við Þórunni Boulder, 9. desember 2005. Þórunn sagði okkur að Magn-
ús Már Lárusson, þáverandi rektor Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Full-
brightnefndinni á Íslandi, hefði átt hugmyndina að þessari nafngift stofnun-
arinnar.
44 Viðtal við Ólaf Sigurðsson, 18. júlí 2001.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 93