Saga - 2006, Page 94
muna eftir kvikmyndum um tónlist, bæði jazz og klassíska tónlist,
kvikmyndum um staðhætti og tækni eins og bílaframleiðslu og
þess háttar sem hafi verið mjög vinsælar. Pólitískar myndir hafi
verið innan um og hann tilekur eftirminnilega heimildamynd sem
fjallaði um innrásina í Prag árið 1968.45 Kvikmyndasafn stofnunar-
innar var að jafnaði grisjað og segir Bessí til dæmis frá því að þeg-
ar hún hóf störf árið 1971 hafi hún byrjað á því að grisja stóran hluta
kvikmyndaúrvalsins í safni stofnunarinnar. Þótti henni sem marg-
ar myndirnar væru „úreltar“ áróðursmyndir og hreinlega „óheppi-
legar“ fyrir Bandaríkin. Að sögn Bessíar voru þetta myndir með
hörðum áróðri kalda stríðsins og höfðuðu ekki lengur til fólks að
hennar mati. Hluti safnsins, eða um 500 titlar, var urðaður á ösku-
haugum Reykjavíkur. Í þeirra stað óskaði hún eftir kvikmyndum
sem hún taldi Íslendinga ekki eiga greiðan aðgang að og hefðu lík-
lega ekki verið sýndar hér á landi nema fyrir atbeina Upplýsinga-
þjónustunnar. Bessí minnist alls konar kvikmynda, mynda sem
sýndu dýralíf, landsvæði í Bandaríkjunum sem „maður þekkti ekk-
ert áður“ eins og hún komst að orði. Einnig voru þarna kvikmynd-
ir sem lýstu Berlínardeilunni, sem var hárbeitt áróðursmynd að
sögn Bessíar, kvikmynd um morðið á Kennedy, en hún var gríðar-
lega vinsæl og mikið lánuð út. Kvikmyndir um gerð mynda, t.d.
kvikmyndin Gerð myndarinnar Butch Cassidy og Sundance Kid (The
Making of Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1970), voru einnig
mjög vinsælar að sögn Bessíar. Kvikmyndasýningar voru jafnframt
skipulagðar út frá þemum þar sem ákveðin kvikmyndasöguleg
tímabil voru tekin fyrir. Eitt þemað var t.d. gömlu þöglu kvikmynd-
irnar en stofnunin fékk þær myndir sendar á skammtímaláni frá
Bandaríkjunum.46
Á áttunda áratugnum fer minna fyrir kvikmyndasýningunum
en á þessum árum er talsverður niðurskurður á fjárveitingum til
stofnunarinnar.47 Einnig má ætla að tilkoma Sjónvarpsins hafi
haft áhrif á eftirspurn eftir kvikmyndum.48 Þó voru reglulega
sýningar og einnig var alltaf reytingur af fólki sem kom og óskaði
eftir að sjá ákveðnar myndir. Talsvert mikið var um að áhugafólk
um kvikmyndagerð kæmi og veldi sér myndir til að horfa á. Frið-
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N94
45 Viðtal við Ólaf Sigurðsson, 18. júlí 2001.
46 Viðtal við Bessí Jóhannsdóttur, 17. ágúst 2001.
47 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 71.
48 Viðtal við Ólaf Sigurðsson, 18. júlí 2001.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 94