Saga - 2006, Page 95
rik Þór Friðriksson, þá ungur og óreyndur leikstjóri, var t.d. tíður
gestur og „horfði á hverja kvikmyndina á fætur annarri.“49 Það gat
því verið allt frá einum upp í tugi manns sem horfðu á kvikmynd
hverju sinni. Einnig var hægt að fá lánaðar myndir í heimahús. Að
sögn Þórarins Ragnarssonar, sem starfaði hjá kvikmyndasafni
stofnunarinnar á síðustu árum þess, voru kvikmyndirnar flokkað-
ar eftir efni, svo sem íþróttir, bókmenntir, listir, dýralíf, börn
o.s.frv., og innan um voru leiknar bíómyndir eins og Fjár-
hættuspilarinn (The Hustler, 1961) með Paul Newman og Jackie
Gleason í aðalhlutverkum og perlur eins og Samborgari Kane (Cit-
izen Kane, 1941) eftir Orson Welles, sem var geysilega vinsæl að
hans sögn.50
Verulega hafði dregið úr kvikmyndasýningum um miðjan átt-
unda áratuginn og segir Þórarinn bandaríska starfsmenn hafa kom-
ið og tekið filmur úr safninu og urðað þær. Þórarinn sagði að „þá
[hafi verið] eyðilagðar myndir, sko gullmolar, heilar filmur af
myndum […], þetta var bara eyðilagt vegna þess að það bara mátti
enginn eiga þetta.“51 Myndum úr kvikmyndasafni Upplýsinga-
þjónustunnar hefur í langflestum tilvikum ýmist verið fargað hér á
landi, þær sendar út til Bandaríkjanna eða verið sendar til Fræðslu-
myndasafns ríkisins í kringum 1980. Örfáir titlar úr safni Upplýs-
ingaþjónustunnar hafa ratað inn á Kvikmyndasafn Íslands til varð-
veislu.52 Menningarstofnunin flutti af Neshaganum árið 1990 og
starfaði til ársins 1997 á Laugavegi 26, en það ár var stofnunin lögð
niður og yfir 8000 bókatitlar gefnir Landsbókasafni Íslands – Há-
skólabókasafni.
Sovésk stjórnmál og kvikmyndaframleiðsla
Allt frá byltingunni 7. nóvember árið 1917 lögðu sovésk stjórnvöld
sig fram um að notfæra sér fjölmiðlatækni eins og dagblöð, bók-
menntir, kvikmyndir og aðrar sjónrænar listir til þess að kynna
byltinguna og árangur hennar. Sérstök áhersla var þó lögð á kvik-
myndir og sýningu þeirra. Litið var svo á af forsvarsmönnum bylt-
ingarinnar að kvikmyndir gætu betur en aðrar greinar lista og fjöl-
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 95
49 Viðtal við Þórarin Ragnarsson, 19. júlí 2001.
50 Viðtal við Þórarin Ragnarsson, 19. júlí 2001.
51 Viðtal við Þórarin Ragnarsson, 19. júlí 2001.
52 Viðtal við Ólaf Sigurðsson, 18. júlí 2001.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 95