Saga - 2006, Qupperneq 96
miðlunar náð til fjöldans og menntað hann.53 Það var svo 27. ágúst
1919 sem Vladímír Íljíts Lenín skrifaði undir sérstaka tilskipun um
að þjóðnýta ætti allan ljósmynda- og kvikmyndaiðnað í landinu.54
Þetta var gert í tvenns konar tilgangi; annars vegar til að sýna sov-
ésku þjóðinni fram á hvað væri óæskilegt í málefnum og daglegu
lífi fólks í hinu nýstofnaða ríki og hins vegar hvað væri vel gert og
í anda byltingarinnar. Frá og með þeim degi var kvikmyndum,
framleiðslu þeirra og sýningum, miðstýrt af hinu pólitíska kerfi.
Allt frá fyrstu árum byltingarinnar lögðu sovésk yfirvöld sig fram
um að ná til sem flestra í hinu víðfeðma ríki og komu á fót sveitum
kvikmyndagerðarmanna sem ferðuðust um landið í sérstökum
járnbrautalestum og fljótabátum.55
Eftir að Jósef Stalín tók við völdum árið 1924 kom fljótlega í ljós
að hann dáði kvikmyndaformið og fór hann ekki varhluta af því að
vera kvikmyndaður sjálfur. Kvikmyndirnar Orrustan um Stalíngrad
(Stalíngradskaja bítva, 1949) eftir Vladímír Petrov, Heitið (Kljatva,
1946) og Fall Berlínar (Padeníe Berlína, 1949) eftir Míkhaíl Chiaurelí,
sýna Stalín sjálfan og er sú síðastnefnda hvað þekktust fyrir blinda
upphafningu á leiðtoganum. Kvikmyndaframleiðsla og bygging
kvikmyndahúsa urðu hluti af fimm ára áætlunum Stalíns og í ræð-
um eftirmanna hans, eins og Níkíta Khrústsjovs og Leoníds Íljíts
Brezhnevs, var ekki slegið af yfirlýsingum um mikilvægi kvikmynd-
arinnar. Khrústsjov hélt því til að mynda fram í ræðu árið 1964 að:
Kvikmyndin [væri] mjög mikilvæg og áhugaverð fyrir vinnu
Flokksins á hugmyndafræðilegu sviði. Kvikmyndir eru áhrifa-
mikið, hugmyndafræðilegt vopn og menntandi fjölmiðill. Það
lesa ekki allir bækur. Sumar bækur er eingöngu á færi fárra að
skilja og þar fyrir utan tekur það langan tíma að lesa þær og
melta innihaldið. Kvikmyndir er hins vegar auðvelt að skilja.
Það er þess vegna sem kvikmyndin er vinsælasta listformið.56
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N96
53 Emma Widdis, Visions of a New Land. Soviet Film from the Revolution to the
Second World War (New Haven, 2003). Vladímír Íljíts Lenín hélt því til dæmis
fram að kvikmyndin væri „mikilvægust allra listgreina“, sjá: Emma Widdis,
Visions of a New Land, bls. 13.
54 Lois Harris Cohen, The Cultural-Political Traditions and Developments of the
Soviet Cinema, 1917–1972 (New York, 1974), bls. 33. Sjá einnig bls. 645, þar sem
tilskipunin sjálf er birt í enskri þýðingu.
55 Lois Harris Cohen, The Cultural-Political Traditions and Developments of the
Soviet Cinema, bls. 159.
56 Lois Harris Cohen, The Cultural-Political Traditions and Developments of the
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 96