Saga - 2006, Side 97
Opinber áhersla sovéska kommúnistaflokksins á gildi kvikmyndar-
innar sem pólitísks áróðurstækis virðist aldrei hafa verið dulið sjón-
armið flokksins og hélst sú áhersla fram undir hrun Sovétríkjanna í
desember árið 1991.
Gagnrýni á sovéska kerfið var svarað á mjög einarðan hátt af
talsmönnum kerfisins. Khrústsjov hélt til dæmis ræðu í kvik-
myndaverinu Twentieth Century Fox í Los Angeles í Bandaríkjun-
um 19. september 1959, þar sem hann dró upp muninn á einkenn-
um kvikmynda sovéska kerfisins og þess bandaríska.
Þið haldið því fram að gróði eða ´bisness´ eins og þið kallið
það, sé sterkasta hreyfiaflið fyrir orku, gáfur og frumkvæði
fólks. Við höfum aðra skoðun: hreyfiafl mannsins er vitund
hans, vitund hans um eigið frelsi og að hann sé að vinna fyrir
sjálfan sig, fyrir skyldmenni sín, fyrir þjóðfélagið sem hann lif-
ir í, að framleiðsluhættirnir tilheyri samfélaginu en ekki ein-
hverjum einstaklingi sem græðir á því að arðræna vinnu ann-
ars fólks …57
Segja má að sovésk kvikmyndaframleiðsla hafi einkennst af sósíal-
ískri raunsæishyggju og myndirnar voru meira og minna tileinkað-
ar lífi almennings. Þorri kvikmyndanna fjallaði um verkafólk,
bændur og menntafólk og sýndi framkvæmdir og uppbygginguna
í Sovétríkjunum. Þessar áherslur voru ekki tilviljun eða afleiðing af
vitund sovéskra kvikmyndagerðarmanna um frelsi sitt sem lista-
manna, svo vísað sé til ræðu Khrústsjovs, heldur endurspegluðu
þær afdráttarlaus afskipti stjórnvalda af kvikmyndaiðnaðinum.
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 97
Soviet Cinema, bls. 291. „The cinema is a very important and interesting field
of the Party´s ideological work. Films are an effective ideological weapon and
a mass medium of education. When a book appears not everybody reads it.
Some books are within reach of only the advanced reader, and besides it takes
a good deal of time to read them and to grasp their meaning. Films are easier
to understand. That is why the cinema is the most popular of the arts.“ (þýð-
ing höfunda)
57 Lois Harris Cohen, The Cultural-Political Traditions and Developments of the
Soviet Cinema, bls. 275–276. „You say that profit, or business as you call it, is
the prime mover of people’s energy, of their intellect and initiative. We say a
different thing: the prime mover is man’s consciousness, his awareness of the
fact that he is free and working for himself, for his kin, for the society in which
he lives, that the means of production belongs to society and not to some indi-
vidual who grows rich by exploiting other people’s labour […]“. (þýðing höf-
unda)
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 97