Saga - 2006, Page 98
Á tímum Khrústsjovs urðu talsverðar áherslubreytingar hvað
viðkemur listframleiðslu, en þó einkum á kvikmyndalistinni.58
Þessar breytingar voru tilslökun frá því þegar Stalín réð ríkjum.
Ákveðið var að efni kvikmynda skyldi tekið nýjum tökum og að
þær sýndu umfram allt sálrænan og efnislegan veruleika hins sov-
éska þegns og tilfinningaheim sovésku þjóðarinnar, þar sem
föðurlandsást, alþjóðahyggja og manngildisstefna skini í gegn. Í
ræðu sinni á tuttugasta flokksþingi Kommúnistaflokksins árið 1956
hélt Khrústsjov því fram að sovésk list ætti að leiða listgreinar í
heiminum, ekki eingöngu vegna auðugs innihalds sovéskrar listar
heldur einnig út frá fagurfræðilegum gildum. Ein þekktasta kvik-
myndin frá þessu tímabili er myndin Hegrarnir fljúga (Letjat zhúra-
vlí, 1957) eftir Míkhaíl Kalatozishvili, sem fjallar um unga konu
sem sér á eftir unnusta sínum í dauðann í átökum síðari heimsstyrj-
aldarinnar.59 Sósíalrealismanum var þó ekki varpað fyrir róða á
þessu tímabili.
Þegar kom fram á áttunda áratuginn var markmið sovéska
Kommúnistaflokksins með kynningu á kvikmyndalistinni innan
lands sem utan að kalla eftir „virkri kynningu og einnig mótun á
Marx-Lenínískri „heimssýn“ fyrir sem flesta og til uppeldis á fólk-
inu sem helgar sig fjölþjóðlegu sósíalísku móðurlandi, sovéskri föð-
urlandsást og sovéskri alþjóðahyggju“.60
Það var einkum stofnunin VOKS (Vsesojúznoje obshestvo kúlt-
úrníkh svjaze s zagranítsej) sem kynnti sovéska menningu utan
landsteinanna og átti í samstarfi við erlend félög, samtök og stofn-
anir sem vildu efla vina- og menningartengsl við Sovétríkin. VOKS
var stofnað árið 1925 og starfaði náið með innlendum stofnunum á
sviði bókmennta, lista, kvikmynda, þjóðlegra fræða og íþrótta.
Starfsemi VOKS var frá upphafi stjórnað af sovéska kommúnista-
flokknum þótt það hafi ekki verið gert opinbert fyrr en árið 1955,
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N98
58 Sjá bók Josephine Woll, Real Images. Soviet Cinema and the Thaw (London,
2000).
59 Lois Harris Cohen, The Cultural-Political Traditions and Developments of the
Soviet Cinema.
60 Lois Harris Cohen, The Cultural-Political Traditions and Developments of the
Soviet Cinema, bls. 146. „The active promotion as well as for the moulding of
a Marxist-Leninist “world outlook” in the broadest masses for the upbringing
of the people in a whole-hearted devotion to a multinational socialist mother-
land and for Soviet patriotism and Soviet internationalism.“ (þýðing höf-
unda)
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 98