Saga - 2006, Page 100
ríkjunum eða ferðir íslenskra sendinefnda til Sovétríkjanna voru
einnig skipulagðar í gegnum þessi tengsl.61
MÍR
MÍR var formlega stofnað hinn 12. mars árið 1950 í Tjarnarkaffi í
Reykjavík. Frumkvöðlar MÍR, Kristinn E. Andrésson, sem var einn
af forystumönnum Sósíalistaflokksins og í forsvari fyrir Mál og
menningu, Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarsson, höfðu áður
verið í hópi forystumanna Sovétvinafélagsins sem starfaði á árun-
um 1932 til 1938. Sovétvinafélagið var með félagsdeildir víða um
land og líta má á félagið sem undanfara MÍR þar sem starfsemin
var um margt svipuð. Sovétvinafélagið sinnti fræðslu- og upplýs-
ingastarfi og gaf út blaðið Sovétvininn á árunum 1932–1937. Félagið
vann m.a. að því að fá til landsins kvikmyndir til sýninga. Fyrsta
kvikmyndin sem félagið sýndi var heimildamyndin Fimmtán dansk-
ir verkamenn ferðast um Sovétríkin 1933. Sovétvinurinn birti einnig
greinar um sovéskar kvikmyndir og kvikmyndagerð. Í greininni
„Kvikmyndir“, sem birtist 1934, segir Sigurður Tómasson, úrsmið-
ur og áhugamaður um ljós- og kvikmyndir, frá því hver sé megin-
munurinn á svokallaðri „sovét-filmu“ annars vegar og „Holly-
wood-filmu“ hins vegar:
Sovét-filman er fyrst og fremst framleidd til menningarþarfa,
en Hollywood-filman eingöngu í gróðaskyni […]. Oft heyrist
rússnesku kvikmyndinni borið á brýn að hún sé pólitísk, og er
því ekki að neita. En kvikmyndaframleiðsla auðvaldsins er
ekki síður pólitísk. Hún heldur vörð um spilltan smekk. Kenn-
ir fólki að dá slæpingjalíf ráðandi eyðslustétta. Gerir sér kyn-
hneigðir unga fólksins að ennþá meiri féþúfu en kirkju- og
konungsvaldi tókst á miðöldum. Glæpir og siðspilling, sprottna
undan handarjaðri auðvaldsins, púðrar hún upp og gerir að
fínustu verslunarvöru […]. Sovét-filman er í þjónustu menn-
ingarlegrar nýsköpunar. Hún lýsir lífinu eins og það er, en
bregður ekki neinni svikagloríu yfir lítilsverða hluti. Hún lýsir
baráttu fólksins fyrir betri lífskjörum, aukinni menningu, vís-
indum og heilbrigði þjóðarinnar […] hjálpar til að skapa eld-
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N100
61 Sjá Lois Harris Cohen, The Cultural-Political Traditions and Developments of the
Soviet Cinema. — Sjá einnig viðtal við Ívar H. Jónsson, 8. júlí 2001 og tölvupóst
til höfunda 12. nóvember 2005.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 100