Saga - 2006, Page 101
legan áhuga fyrir uppbyggingu sósíalismans […] hrífur áhorf-
andann með sér og vekur hann til starfs og dáða […] hjálpar
starfandi stétt til þess að breyta hugsjónum kommúnismans í
veruleika.62
Aðsóknin að stofnfundi MÍR var mikil og vegna þrengsla varð
fjöldi manns frá að hverfa. Haldinn var framhaldsstofnfundur viku
síðar í Stjörnubíói þar sem lög félagsins voru samþykkt og mark-
miðum félagsins lýst. Kristinn E. Andrésson tók fyrstur til máls á
stofnfundinum. Hann skýrði frá tildrögunum að stofnun MÍR.
Hann benti á að með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og Marshall-
áætlunarinnar þætti nokkrum íslenskum rithöfundum og mennta-
mönnum nauðsynlegt að stofna til félagsskapar með það að mark-
miði að sporna gegn einhliða fréttaflutningi og áróðri Vesturveld-
anna. Með stofnun félagsins var ætlunin að kynna margvíslega
námsmöguleika fyrir íslensku námsfólki í Sovétríkjunum og koma
á og viðhalda menningartengslum milli landanna, m.a. með sam-
starfi við sambærileg félög erlendis. Ætlunin var að afla félags-
mönnum gagna á borð við bækur, tímarit og kvikmyndir og einnig
að kynna félagsmönnum menningu, vísindi og þjóðhætti í Sovét-
ríkjunum. Félagið hafði það einnig að markmiði að gangast fyrir
fræðsluerindum og gagnkvæmum sendiferðum milli landanna,
skipuðum mönnum úr röðum listamanna, vísinda- og fræðimanna.
Einnig var forystumönnum verkalýðsfélaga og launþegasamtaka
ætlað að taka þátt í slíkum ferðum. Kosið var í stjórn félagsins og
hlutu kosningu þeir Halldór Laxness, sem varð forseti félagsins, og
Þórbergur Þórðarson varaforseti. Halldór Laxness og sendifulltrúi
Ráðstjórnarríkjanna, Fjodor Gúsevs, tóku einnig til máls á fundin-
um. Halldór brýndi fyrir fundarmönnum nauðsyn þess að félagið
gæfi út tímarit sem miðlaði hlutlausri fræðslu um Sovétríkin. Í nóv-
ember sama ár var gefið út í fyrsta sinn Tímaritið MÍR í ritstjórn
Geirs Kristjánssonar. Í tímaritinu, sem kom út næstu níu árin, var
m.a. umfjöllun um sovéska kvikmyndaiðnaðinn og sagt frá sovésk-
um kvikmyndum, kvikmyndagerð, kvikmyndaverum og kvik-
myndaleikstjórum. Félagið lagði mikla áherslu á kvikmynda-
sýningar strax í upphafi og var framhaldsfundinum í Stjörnubíói
meðal annars slitið með sýningu á bíómyndinni Þau hittust í
Moskvu (Svínarka í pastúkh, 1941) eftir Víktor Gúsev.63 Áhuginn á
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 101
62 Sovétvinurinn, mars-apríl (1934), bls. 4–5.
63 Tímaritið MÍR (1950), bls. 6.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 101