Saga - 2006, Side 105
lýðsfélaga, búnaðarfélaga, ungmennafélaga og skóla, jafnt í Reykja-
vík og í sveitum landsins, og jafnvel sjúkrahúsa.73 Ólafur H. Torfa-
son, starfsmaður MÍR á seinni hluta sjöunda áratugarins, minnist
þess að einnig hafi fólk fengið leyfi til að koma og skoða sitt eigið
kvikmyndaefni í vélum félagsins. Að sögn Jóns Múla Árnasonar,
sem starfaði á skrifstofu MÍR á sjötta áratugnum og fram yfir 1960,
var þorri kvikmyndaáhorfenda sósíalistar en áhorfendahópurinn
náði þó út fyrir raðir þeirra.74 Starfsmenn barnatíma Sjónvarpsins
nýttu sér ekki eingöngu kvikmyndir Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna til að sýna í barnatíma Sjónvarpsins heldur einnig MÍR
eins og áður sagði. Töluvert af barnaefni sem MÍR aflaði var sýnt í
Sjónvarpinu.75
Eitt af markmiðum félagsins var að kvikmyndirnar væru að-
gengilegar sýningargestum með skýringatextum og að þeim fylgdu
auglýsingamyndir og efnisskrár (prógröm). Fyrstu árin bárust
margar kvikmyndanna til landsins frá Kaupmannahöfn og voru
þær þá með dönskum texta. Seinna komu þær hins vegar oftast
með enskum texta.76 Kvikmyndir, kvikmyndasýningarvélar og
annar tækjabúnaður til sýningarhalds, sem og heimsóknir listafólks
og ferðir sendinefnda frá Íslandi, urðu að veruleika fyrir tilstuðlan
og með styrkjum frá samstarfsaðilum MÍR í Moskvu, VOKS og síð-
ar SSOD. Starfsemi MÍR var einnig fjármögnuð með styrkjum frá
sovéska sendiráðinu, en þau fjármálatengsl áttu þó að liggja í þagn-
argildi.77 Innrás Sovétmanna í Ungverjaland árið 1956 var reiðar-
slag fyrir starfsemi MÍR. Innanbúðardeilur áttu einnig sinn þátt í að
starfsemi MÍR dofnaði þegar leið á seinni hluta sjötta áratugarins.
Mikið dró úr starfsemi MÍR í byrjun sjöunda áratugarins og töldu
menn félagið vera að syngja sitt síðasta.78 Árið 1974 tók Ívar H.
Jónsson við formennsku félagsins og varð mikil breyting á starf-
seminni eftir ládeyðu fyrri ára. Flutti félagið í húsnæði að Túngötu
8 og var þar um nokkurt skeið áður en leigt var húsnæði að Lauga-
vegi 178. Þar hafði félagið reglulegar kvikmyndasýningar. Félagið
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 105
73 Viðtal við Ólaf Torfason, 18. júlí 2001.
74 Viðtal við Jón Múla Árnason, 11. og 12. júlí 2001.
75 Viðtal við Ólaf Torfason, 18. júlí 2001.
76 Viðtal við Ívar H. Jónsson, 8. júlí 2001.
77 Viðtal við Halldór Jakobsson, 11. ágúst 2001. Sjá einnig: Lbs.-Hbs. Rósa Magn-
úsdóttir, Menningarstríð stórveldanna á Íslandi 1948–1961, bls. 60.
78 Lbs.-Hbs. Rósa Magnúsdóttir, Menningarstríð stórveldanna á Íslandi
1948–1961, bls. 60.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 105