Saga - 2006, Blaðsíða 107
Hraungerði í Flóa, sem var með kvikmyndasýningarvél frá Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna, sýndi kvikmyndir víða á Suðurlandi,
frá Hveragerði austur í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, á árunum
1955–1959. Í samtali segir hann svo frá:
Minnsta samkomuhúsið sem ég kom í, það var í Selvoginum.
Þar var ekki komið rafmagn þá en þeir voru ekkert á því að gef-
ast upp á því og fengu lánaða pínulitla rafstöð og svo var hún
sett í gang og það gekk mjög illa en það hafðist og fólkið fékk
sína mynd. Það voru ekki margir sem mættu í það skiptið, því
þetta hús, ætli það hafi verið já kannski 30 fm að stærð. Þar
tróðst fólkið inn og hafði það huggulegt og horfði á myndir […]
fólk sem bjó jafnvel ennþá við olíuljós og kom svo einhvers
staðar þar sem hægt var að horfa á mynd af einhverri fallegri
persónu, eins og David Crockett eða Stikkilsberja Finni, mjög
fallegar sögur, þá var það voðalega notalegt og þetta eru sögur
sem höfða alveg jafnvel til barna eins og fullorðna.82
Páll hafði eina til tvær sýningar aðra hverja viku yfir vetrarmánuð-
ina á Suðurlandi og þá voru „allt frá 20 manns upp í 100 manns að
koma til að horfa á eina mynd og þetta var sennilega ekki lítið fyrir-
tæki. Sumir áttu ekki bíla. [Áhorfendur] komu á traktor, á hestum,
allavega.“ Páll sagði að þessi áhugi hefði breyst á sumrin, en þá var
sýningunum ekki til að dreifa, „þá var fólk í öðru“.83
Páll segist bæði hafa sýnt leiknar bíómyndir og heimildamynd-
ir fyrir einstaklinga og félög eins og ungmennafélög, kvenfélög, fé-
lög innan kirkjunnar og búnaðarfélögin í sveitinni. Einnig sýndi
hann föngum mánaðarlega bandarískar kvikmyndir í matsalnum á
Litla-Hrauni um tveggja ára skeið. Fólk hafði oft og tíðum áhuga á
sérstökum myndum til að sýna á fundum hjá sér, sem voru þá jafn-
an sérstaklega pantaðar að utan ef þær voru ekki til í höfuðstöðv-
um Upplýsingaþjónustunnar hér á landi. Taka má sem dæmi að
sunnlenskir bændur lögðu fram beiðni um að fá kvikmynd til sýn-
ingar sem sýndi nútímavinnu við skurðgröft, en þeir voru sjálfir í
miðju kafi á þeim tíma að ræsa fram mýrlendi. Páll tók við þessari
beiðni bænda og hafði uppi á kvikmynd sem hann svo sýndi eftir
einhverja bið. Páll segir að kvikmyndasýningarnar hafi spurst
smám saman út enda hafi þetta verið „gríðarlega góð menningar-
starfsemi.“ Páll segir svo frá:
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 107
82 Viðtal við Pál Sigurðsson, 17. júlí 2001.
83 Viðtal við Pál Sigurðsson, 17. júlí 2001.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 107