Saga - 2006, Page 108
Þetta var ákaflega notaleg tilbreyting að fá eitthvað svona
ferskt og nýtt og fólk var að reyna að læra, fólk notaði þetta
sem kennslugögn. Konurnar, þær vildu t.d. fá einhverjar upp-
lýsingar um prjónaskap, … verksmiðjuvinnu í saumi […].
Þetta var einnig góð dægrastytting upp til sveita og fólk kom
aftur, hvort sem það var gangandi, á hesti eða keyrandi […]. Ef
kvenfélagskonur voru á ferð þá var alltaf fullt af pönnukökum,
mjólk og þeyttur rjómi út á pönnukökurnar, rabarbarasulta.
Bara nefndu það!84
Eins og fram kemur hjá Páli voru kvikmyndasýningarnar dægra-
stytting og félagslegir viðburðir þar sem stjórnmálin virðast hafa
verið sett til hliðar eða gert lítið úr þeim. Hann segir að það hafi
aldrei verið „hægt að finna inn á það að þetta væri pólitískt makk“
og tekur það jafnframt fram að:
Þessir aðilar sem voru kallaðir vinstrisinnaðir voru hvað
ákveðnastir og duglegastir við að keyra það í gegn að fá þess-
ar sýningar […]. Vafalaust hafa verið til þarna [hjá Upplýs-
ingaþjónustunni] alveg rótpólitískar myndir. Ég er ekki að ef-
ast um það [en] við vorum að fiska eftir einhverju sem gæti
glatt fólk á góðri stundu.85
Ólafur Sveinsson frá Vesturbotni við Patreksfjörð, sem fékk sendar
kvikmyndir frá MÍR og sýndi í félagsheimilinu Fagrahvammi á ár-
unum 1955–1958, tekur í svipaðan streng og Páll. Hann bendir á að
starfsemi sín hafi ekki snúist um það að skapa pólitíska velvild í
garð Sovétríkjanna, heldur hafi hún fyrst og fremst þjónað því hlut-
verki að koma fólki saman og reyna að skemmta því.
Okkur fannst gott að eitthvað kom […]. Við komumst þannig í
kunningsskap eða eitthvað þess háttar. Það var engin pólitík í
þessu. Hérna úti í sveit þá var þetta náttúrulega dálítið spenn-
andi að sjá einhverja mynd […]. Þetta var nýlunda að sjá
svona. Þetta kom einstaka sinnum fyrir svona á vetrinum til
þess að stytta stundir […]. Ég held að það hafi byrjað með að
það var spilað [á spil] eða eitthvað svoleiðis. Svo var horft á
kvikmynd og svo var alltaf minnst eitthvað á þetta, talað svo-
lítið um efnið í myndinni, hvernig þetta og þetta hefur verið og
svona nokkuð. […] Þetta var alltaf með einhverju öðru, til þess
að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Það kom nú fyrir að fólk var að
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N108
84 Viðtal við Pál Sigurðsson, 17. júlí 2001.
85 Viðtal við Pál Sigurðsson, 17. júlí 2001.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 108