Saga - 2006, Blaðsíða 110
2) Ævintýramyndir, hentugar fyrir börn, 3) Íþróttamyndir, 4) Tón-
listarmyndir, 5) Teiknimyndir. En Þorbjörn hafði fram að þessu
fengið lánaðar myndir fyrir nemendur sína í fræðsluskyni frá Upp-
lýsingaþjónustu Bandaríkjanna og Fræðslumyndasafni ríkisins.90
Í frásögnunum hér að framan kemur skýrt fram að fólk hafi haft
talsvert svigrúm til að ákveða hvers konar kvikmyndir það fékk til
sýninga og að þær hafi aðallega verið valdar með tilliti til skemmt-
ana- og fræðslugildis. Einnig að kvikmyndasýningarnar hafi ekki
snúist um pólitískt starf heldur verið menningar- og félagslegur
viðburður. Það væri því mikil einföldun að fullyrða að forsenda
kvikmyndasýninganna í sveitum landsins hafi fyrst og fremst ver-
ið að skapa pólitíska velvild í garð stórveldanna og umræðurnar og
vitneskjan um umheiminn sem fólk upplifði á þessum kvikmynda-
sýningum hafi aðallega litað stjórnmálaskoðanir þess. Hversu mik-
il áhrif kvikmyndasýningarnar höfðu á stjórnmálaskoðanir al-
mennings verður aftur á móti seint mælanlegt. Það er þó ekki þar
með sagt að pólitískar hvatir hafi ekki legið að baki hjá þeim sem
sýndu kvikmyndir stórveldanna. Það voru til dæmis pólitískar
ástæður fyrir því að Steinólfur Lárusson í Fagradal í Dalasýslu setti
sig í samband við MÍR árið 1960 og óskaði eftir að fá lánaða sýning-
arvél og sýningartjald. Hann hafði árið áður haft forgöngu um
stofnun félagsdeildar MÍR í Skarðshreppi.91 Það sem knúði Steinólf
til að efna til kvikmyndasýninga á heimili sínu var að sveitungi
hans, Jóhannes á Hnjúki, sem var á öndverðum meiði við Steinólf í
stjórnmálum, var kominn með sýningarvél frá Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna og farinn að sýna bandarískar myndir í sveitinni.
Steinólfur gerði sér lítið fyrir og smíðaði trébekki og skellti þeim
inn í heimilisstofu sína fyrir hverja sýningu og bauð áhorfendum
þar sæti nokkrum sinnum á vetri. Þar kom hann fyrir hátt í 40
manns, hvort sem þeir voru hægri- eða vinstrisinnaðir, að eigin
sögn, og horfði fólk á margvíslegar fræðslu-, skemmti- og barna-
myndir sem voru sendar með áætlunarbílnum vestur. Í samtali
sagði hann eftirfarandi:
Já, mér fannst þurfa að koma á jafnvægi á pólitískan hátt hér í
sveitinni, vinstrisinnaður maður. Ég get ekki neitað því, þó ég
sé munaðarlaus í pólitík núna […]. Ég strílaði hér upp kvik-
myndaveri hér inni og það komu margir. Þetta voru mjög vin-
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N110
90 Tölvupóstur til höfunda frá Ívari H. Jónssyni, 1. janúar 2006.
91 Tölvupóstur til höfunda frá Ívari H. Jónssyni, 1. janúar 2006.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 110