Saga - 2006, Page 113
bæjarblaði Siglfirðinga, má frá árinu 1951 greina áhyggjur vegna
einsleits úrvals kvikmynda í kvikmyndahúsi bæjarins:
Stór hluti bíógesta […] er orðinn samdauna hinni hollí-
vúddisku ómenningu, og hefur aðeins nautn af að horfa á
þeysandi og skjótandi bófa og villtwestkar hetjur eða æsandi
og hrellandi morð- og sakamála myndir …98
Kvikmyndastarfsemi MÍR og Upplýsingaþjónustunnar jók því aug-
ljóslega framboð og úrval kvikmynda hér á landi og er óhætt að
segja að starfsemin hafi verið í miklum metum hjá fólki, ekki síst
foreldrum, sem vildu að börnin lærðu annað og meira um heiminn
en skoðanir „þeysandi og skjótandi bófa“. Landsmenn fengu með
kvikmyndaúrvali MÍR og Upplýsingaþjónustunnar tækifæri til að
horfa á myndir með viðfangsefnum sem þeir ella hefðu ekki átt
kost á að sjá.
Í Neskaupstað voru sýningarvélar frá báðum stórveldunum. Jó-
hann Zoëga, lærður sýningarmaður, var með vél frá Upplýsinga-
þjónustunni en sýndi jafnframt nokkrum sinnum fyrir félaga sinn
Gunnar Ólafsson, formann MÍR-deildarinnar í Neskaupstað. Upp-
haflega hafði sýningarvél Upplýsingaþjónustunnar verið í vörslu
Odds Sigurjónssonar, skólastjóra gagnfræðaskólans, en hann flutt-
ist burt árið 1960. Það var á vitorði manna í bænum að Jóhann
kynni á vélina og að beiðni starfsmanns Upplýsingaþjónustunnar
tók Jóhann við vélinni árið 1961. Það var því ekki pólitík sem réð
því að Jóhann tók að sér að sýna á vél Upplýsingaþjónustunnar, en
Jóhann var með vélina og handlék í áratug. Í samtali tók hann það
skýrt fram að hann hefði fyrst og fremst verið „með þetta til þess að
menn hefðu gaman af“.99 Jóhann sagðist hafa hætt sýningum fljót-
lega eftir að Sjónvarpið kom til sögunnar, því að eftirspurnin hafi
orðið að engu. Hann tekur í sama streng og aðrir viðmælendur okk-
ar að kvikmyndirnar hafi ekki allar verið áróðursmyndir, heldur
einnig „góðar myndir“.
Sumt af þessu voru náttúrulega áróðursmyndir. [En] sérstak-
lega Ameríkanarnir voru með mikið af góðum myndum, við
getum kallað það fræðsluefni, heimildamyndir um ýmsa hluti.
Ég man eftir byggingu brúarinnar í San Fransisco og fleira
reyndar af ýmsum stöðum í Bandaríkjunum […]. Ég minnist
K A L D A S T R Í Ð I Ð O G K V I K M Y N D A S Ý N I N G A R 113
98 Mjölnir, 7. nóvember 1951. Sjá: http://ljosmyndasafn.tripod.com/mjoln-
ir18.htm.
99 Viðtal við Jóhann Zoëga, 16. maí 2001.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 113