Saga - 2006, Qupperneq 124
Innan mannfræðinnar og annarra skyldra fræðigreina hafa fræði-
menn lagt aukna áherslu á sjálfsmyndir sem fjölbreyttar og marg-
þættar. Kirsten Hastrup telur t.d. út frá rannsókn sinni á Grágásar-
lögum að sjálfsmynd Íslendinga á miðöldum hafi verið á þremur
mismunandi stigum: sem íbúar Norðurlanda andspænis öðrum Evr-
ópubúum; sem menn af norskum uppruna andspænis öðrum Norð-
urlandaþjóðum; og sem Íslendingar gagnvart Norðmönnum.2
Sverrir Jakobsson fjallar að sama skapi um margbrotna sjálfsmynd
íslenskra miðaldamanna þar sem samkennd gat verið þjóðleg en
einnig háð öðrum víddum samsömunar. Sverrir talar t.d. um að
fjallað hafi verið um íslensku þjóðina þegar menn voru staddir í er-
lendu umhverfi og þegar þurfti að standa saman til að bregðast við
erlendu áreiti.3 Og Dariusz A. Sobczyski bendir á að þrátt fyrir að
merking hugtaksins „útlendingur“ hafi á tímum landnáms líklega
verið töluvert á reiki, virðist þó að skipting í heimamenn og útlend-
inga hafi átt sér stað mjög snemma, jafnvel áður en landnámi lauk.4
Áhersla mín á framandleika sem afstætt fyrirbæri5 tekur hér sér-
staklega til litarháttar vegna þess að sumir fræðimenn telja að litar-
háttur hafi ávallt verið meginlykillinn að mismunun hvað varðar
Afríku. Edith Sanders gefur t.d. til kynna í skrifum sínum um Kam,
sem oft var talinn forfaðir fólks með dökkan litarhátt, að ímyndir
hörundsdökks fólk hafi alltaf verið neikvæðar í Evrópu, og einnig
hefur því verið haldið fram að rit UNESCO um sögu Afríku feli í sér
svipaða áherslu.6 P.E.H. Hair telur að hluti af ástæðu þessa geti ver-
ið að mörg fræðirit byggist gagnrýnislaust á tímamótaverki Wint-
hrops Jordans, White over Black, sem gefið var út 1968, en í því held-
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R124
2 Kirsten Hastrup, „Defining a Society: the Icelandic Free State Between Two
Worlds,“ Scandinavian Studies 56:3 (1984), bls. 235–255.
3 Sverrir Jakobsson, Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100–1400 (Reykjavík
2005), bls. 346 og 352.
4 Dariusz A. Sobczyski, Útlendingar á Íslandi. Vitnisburður Íslendinga sagna.
Ritgerð til cand.mag.-prófs í íslenskum bókmenntum við HÍ 1993, bls. 11.
5 Sjá: Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið: Afríka í Skírni á 19. öld,“ Skírnir 178
(vor 2004), bls. 119–150.
6 Edith R. Sanders, „The Hamitic Hypothesis: Its Origin and Functions in Time
Perspective,“ Journal of African History 10:4 (1969), bls. 521–532. — Kirkegaard
bendir á að í riti UNESCO um sögu Afríku sé því haldið fram að Afríkubúar
hafi alltaf verið afmarkaðir á neikvæðan hátt í ritum Evrópubúa; sjá Anne-
mette Kirkegaard, „Questioning the Origins of the Negative Image of Africa in
Medieval Europe,“ Encounter Images in the Meetings between Africa and Europe,
ritstj. Mai Palmberg (Uppsala 2001), bls. 20–36.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 124