Saga - 2006, Qupperneq 125
ur Jordan því fram að fordóma gagnvart svörtu fólki megi rekja til
Englands fyrir miðja 17. öld. Hair telur í því samhengi að Jordan
staðhæfi of mikið út frá einstaka dæmum án þess að taka tillit til
atriða sem sýndu fram á hið gagnstæða.7 Kwame Anthony Appiah
hefur einnig bent á að deilurnar um hvort „svört“ siðmenning hafi
einkennt Egyptaland til forna séu að mörgu leyti á villigötum því
að þær geri ráð fyrir að flokkanir eftir litarhætti hafi haft merkingu
á þessum tíma.8
Fræðimenn hafa bent á að kynþáttahyggja, þ.e. trú á kynþætti
sem líffræðileg fyrirbæri, sé ein lífseigasta goðsögn samtímans. Sem
slík mótar hún skilning okkar á fólki og tengslum þess hvers við
annað.9 Kynþáttahyggja í þeirri mynd sem við þekkjum hana nú til
dags er þó tiltölulega nýlegt fyrirbæri, en hún mótaðist í samspili
þróunarkenninga í líffræði og félagsfræði á 18. og 19. öld, þótt hug-
takið sjálft hafi komið fram nokkrum öldum fyrr. Brýnt er að skoða
hugmyndir um kynþætti og framandleika sögulega til þess að
stuðla að afbyggingu (deconstruction) á kynþáttahyggju í samtíman-
um. Með því að skoða rætur kynþáttahyggju og eldri hugmyndir,
sem snúa að tengingu framandleika við litarhátt, er hugtakinu kyn-
þáttur gefin söguleg vídd og það rifið úr afmörkun sinni sem náttúr-
legt fyrirbæri. Án þess að gera lítið úr neikvæðum ímyndum Afríku
og litarháttar á evrópskum miðöldum, má benda á að aðrar víddir
mismununar voru einnig mikilvægar víðsvegar um Evrópu.10 Að
sama skapi voru ímyndir álfunnar ekki einsleitar eða heilsteyptar,
heldur brotakenndar og jafnvel mótsagnakenndar.
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 125
7 P.E.H. Hair, „Attitudes to Africans in English Primary Sources on Guinea up
to 1650,“ History in Africa 26 (1999), bls. 44–45.
8 Kwame Anthony Appiah, „Europe Upside Down: Fallacies of the New Afro-
centrism,“ Perspectives on Africa: A Reader in Culture, History and Representation,
ritstj. Roy Richard Grinker og Christopher B. Steiner (Oxford 1993), bls.
728–736. — Svipaða túlkun setur Audrey Smedley fram í grein sinni „„Race“
and the Construction of Human Identity,“ American Anthropologist 100:3
(1998), bls. 690–702.
9 Sjá t.d.: S.O.Y. Keita og R. A. Kittles, „The Persistance of Racial Thinking and
the Myth of Racial Divergence,“ American Anthropologist 99:3 (1997), bls.
534–544.
10 Sjá einnig: Fay V. Harrison, „Introduction: Expanding the Discourse of
„Race“,“ American Anthropologist 100:3 (1998), bls. 49; Albrecht Classen, „In-
troduction: The Self, the Other and Everything in Between: Xenological Phen-
omenology of the Middle Ages,“ Meeting the Foreign in the Middle Ages, ritstj.
Albrecht Classen (New York og London 2002), bls. xi–lxxiii.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 125