Saga - 2006, Síða 127
af sjálfsmyndum, því að rétt eins og margir fræðimenn hafa bent á,
verða ímyndir af „öðrum“ og „sjálfi“ til í samspili hvor við aðra.
Hugmyndir um annað fólk, afmörkun „þess“ frá „okkur“, hafa því
ávallt verið miðlægar í að móta og gefa hugmyndum um sjálfið
form og inntak.
Undir áhrifum femínista frá hinum svokallaða þriðja heimi,
hafa fræðimenn dýpkað sjálfsmyndarhugtakið með áherslu sinni á
kyn í samspili við aðrar víddir sjálfsmynda, svo sem litarhátt, stétt-
arstöðu, kynhneigð og trú.14 Slíkar áherslur hafa opnað leið til að
skoða flókið samspil ólíkra sjálfsmynda. Eins og margir fræðimenn
hafa lagt áherslu á hin síðari ár, má best útskýra sjálfsmyndir sem
ferli í stöðugri mótun en ekki sem tilbúnar og óumbreytanlegar af-
urðir.15 Zygmunt Bauman notar hugtakið samsömun (identification)
í samhengi við sjálfsmyndir og beinir þannig athygli okkar að því
að þáttur í tilurð sjálfsmyndar sé samsömun einstaklinga við
ákveðna hópa.16 Áhersla á samsömun getur þó að ákveðnu marki
verið misvísandi vegna þess að hún dregur um leið athyglina frá
því að einstaklingar eru skilgreindir af öðrum sem hluti af ákveðn-
um hópum og því merktir á staðlaðan hátt burtséð frá því hvort
þeir samþykki slíka flokkun eða merkingar. Einstaklingar eru auð-
vitað ekki viljalaus hylki sem sjálfsmyndir eru skrifaðar á heldur
andæfa þeir á margvíslegan hátt.17
Fólk á jaðri heimsins
Fyrsta krossferðin árið 1099 markaði upphaf nýs tímabils í sögu
Evrópu og tengingu hennar við aðra hluta heimsins, en opinbert
markmið krossferðarinnar var að frelsa hina helgu borg Jerúsalem
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 127
14 Sjá: Henrietta L. Moore, A Passion for Difference: Essays in Anthropology and
Gender (Bloomington og Indianapolis 1994); Ana M. Alonso, „The Politics of
Space, Time and Substance: State Formation, Nationalism, and Ethnicity,“
Annual Review of Anthropology 23 (1994), bls. 379–405.
15 Francis B. Nyamnjoh, „Concluding Reflections on Beyond Identities: Rethink-
ing Power in Africa,“ Identity and Beyond: Rethinking Africanity, ritstj. S.B.
Diagne, A. Mama, H. Melber og F.B. Nyamnjoh (Uppsala 2001).
16 Zygmunt Bauman, „Identity in the Globalising World,“ Social Anthropology
9:2 (2001), bls. 121–129.
17 Sjá: Kristín Loftsdóttir, „Staðið á sama: Vald og andóf WoDaaBe kvenna,“
Fléttur II: Kynjafræði. Kortlagningar, ritstj. Irma Erlingsdóttir (Reykjavík 2004),
bls. 313–331.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 127