Saga - 2006, Síða 130
dors frá Sevillu voru mjög mikilvæg til þess að kynna furðuverur
Pliníusar fyrir miðaldafólki en rit hans De natura rerum varð á
skömmum tíma fáanlegt víða í hinum kristna heimi.29 Það hefur m.a.
að geyma heimskort í T-O stílnum og felur það í sér stutta umfjöllun
um hverja heimsálfu fyrir sig.30 Hugmyndir sínar á umheiminum og
landafræði sótti Ísidor mest til rómverskra höfunda en einnig krist-
inna, svo sem Ágústínusar, Sallustínusar31 og Solínusar.32
Í þessum ritum má finna fjölskrúðugt samansafn furðuvera sem
skarast á fjölþættan hátt, t.d. tvíkynjaverur, mannætur, skeggjaðar
konur, fólk sem getur notað neðri vör sína sem regnhlíf og and-
fætlinga (antipodes).33 Inn á milli þessara upptalninga á því sem nú
væri talið sambland raunverulegra og ímyndaðra fyrirbæra má
finna brotakenndar tilvísanir til fólks á því svæði sem við köllum
Afríku og einnig til dökks litarháttar. Fyrirbæri voru skilgreind sem
skrímsli eða þjóðir furðuvera vegna þess að þau voru á einhvern
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R130
29 Ísidor var trúlega fæddur í Caragena árið 560 og varð biskup í Sevillu rétt fyr-
ir 600.
30 Hinn þekkti heimur (ecumene) birtist á einföldustu kortum miðalda sem
hringur sem skipt er í þrjá misstóra hluta. Þessi einföldu kort voru almennt
kölluð T-O eða O-T kort og eru grunnur að mörgum flóknari heimskortum. Á
þeim er Asía tvöfalt stærri en Afríka og Evrópa; sjá: Evelyn Edson, Mapping
Time and Space, bls. 4. — Margir fræðimenn samtímans leggja áherslu á að T-
O kortin séu ekki kort í eiginlegri merkingu þess orðs heldur táknræn ímynd
heimsins; sjá t.d.: Benjamin Braude, „The Sons of Noah and the Construction
of Ethnic and Geographical Identities in the Medieval and Early Modern Per-
iods,“ The William and Mary Quarterly 54:1 (1997), bls. 109; David Woodward,
„Medieval Mappaemundi,“ bls. 286–370; Francesco Relaño, The Shaping of Af-
rica, bls. 16.
31 Verk rómverska sagnfræðingsins Sallustínus (86–34 f.Kr.) höfðu mikil áhrif á
hugmyndir miðaldamanna um skipan heimsins, en verk hans voru marg-
sinnis afrituð. Sallustínus fylgdi Cesari til Afríku í baráttunni við Hapsus á
ströndum Túnesíu og varð síðar skipaður fylkisstjóri (governor) af Cesari yfir
Numidíu; sjá: Edson, Mapping Time and Space, bls. 18–20.
32 Woodward, „Medieval Mappaemundi,“ bls. 301. — Metzler, „Perceptions of
Hot Climate in Medieval Cosmology and Travel Literature,“ Reading Medieval
Studies 23 (1997), bls. 73.
33 Ólíkt því sem gjarnan er haldið fram á okkar dögum, töldu lærðir menn á
miðöldum að heimurinn væri hnöttóttur. Hugmyndin um antipods, þ.e. fólk
hinum megin á hnettinum, var á þessum tíma mun umdeildari heldur en lög-
un heimsins því að hún blandaðist tilvistarlegum spurningum, svo sem hvort
þau væru afkomendur Adams og Evu; sjá: Woodward, „Medieval Mappae-
mundi,“ bls. 301–322.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 130