Saga - 2006, Qupperneq 131
hátt talin frábrugðin því sem höfundar ritanna töldu einkenna þá
sjálfa og eigið samfélag.34 Þau áttu það sameiginlegt að vera skil-
greind sem frávik frá því sem þótti eðlilegt eða venjubundið. Það
sem er talið vera furðulegt er ómarkviss tílvísun til ólíkra þátta, svo
sem að geta ekki talað tungumál, það að borða ákveðna tegund
matar eða hafa einhver einkenni dýra, t.a.m. sporð, fiskhaus eða
hestslíkama.35 Friedman telur að Ísidor frá Sevilla hafi haft mikil
áhrif á skilgreiningu manna á því hvað væru skrímsli (monstra) með
umfjöllun sinni um fæðingu einstaklinga sem voru afmyndaðir á
einhvern hátt, og alhæfir út frá því að til séu slík skrímsli sem sér-
stök tegund (gens).36 Ástæðuna fyrir fjölda og ólíkum tegundum
furðuvera má einnig rekja til þess að þegar frásagnir af þessum ver-
um urðu aðgengilegri, sérstaklega í gegnum rit Pliníusar, fjölgaði
þeim ört í ritum komandi kynslóða. Í sumum tilfellum klofnaði ein
tegund furðuvera í margar eða einkenni tveggja tegunda voru sam-
einuð í nýja veru. Einnig leiddi afbökun nafna til aukins fjölda.37
Relaño bendir á að flokka megi staðsetningu skrímslafólks í kortum
og rituðum heimildum í tvennt; annars vegar heimildir sem virðast
hafa gert ráð fyrir að skrímsli væru fyrir utan ecumene, þ.e. hins
þekkta heims miðalda, og hins vegar heimildir sem staðsettu þau á
jaðri ecumene, oft í Afríku.38 Með vaxandi þekkingu á ströndum
Afríku og öðrum hlutum heimsins færðust skrímslin og furðuþjóð-
irnar hins vegar til og þá gjarnan í innviði Afríku sem voru Evrópu-
búum lengi vel ókunnir.39
Biblían og ýmsir trúarlegir textar voru, eins og fyrr var minnst
á, mikilvæg uppspretta útskýringa á fjölbreytileika sköpunarverks-
ins.40 Útskýringar á því að slíkur fjölbreytileiki var til staðar má,
samkvæmt Friedman, flokka gróflega í tvennt. Annars vegar í þá
sýn að skrímsli væru hluti af sköpunarverki Guðs, að þau hefðu til-
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 131
34 Friedman, The Monstrous Races, bls. 34.
35 Friedman, The Monstrous Races, bls. 27–30. — Sjá einnig: Joyce E. Salisbury,
The Beast Within, bls. 140–141.
36 Friedman, The Monstrous Races, bls. 114–115.
37 Friedman, The Monstrous Races, bls. 22.
38 Francesco Relaño, The Shaping of Africa, bls. 35.
39 Relaño, The Shaping of Africa, bls. 41.
40 Woodward bendir í því samhengi á að heimskortin voru oft undir mun meiri
áhrifum frá Gamla testamentinu en því Nýja, einfaldlega vegna þess að þar
er meira um slíkar upplýsingar; sjá: Woodward, „Medieval Mappaemundi“,
bls. 326.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 131