Saga - 2006, Síða 132
gang innan þess og bæri því að líta þau jákvæðum augum.41 Hins
vegar að skrímsli væru afmyndaðar (corrupted) manneskjur sem
hefðu af einhverjum ástæðum fallið í ónáð hjá Guði; ein hugmynd-
in var sú að skrímsli væru afkomendur Kains eða Kams, sem Biblí-
an segir að hafi verið bannfærðir af Guði,42 en fjallað verður nánar
um slíkar hugmyndir hér á eftir.
Hugmyndir um Afríku
Einungis hlutar Afríku voru þekktir á miðöldum í Evrópu, en íbú-
ar svæðisins suður af Líbíu og Eþíópíu voru iðulega taldir saman-
standa af furðuverum og skrímslum.43 Egyptaland var, samkvæmt
Simek, trúlega best þekkta land Afríku enda fóru sumir pílagrímar
þar um á leið sinni til landsins helga. Rómversku svæðin
(provinces), þ.e. Egyptaland, Líbía, Trípólí, Pentapólí, Býsans,
Númidía og Máritanía, voru oft sýnd á kortum, auk Eþíópíu sem,
ásamt Líbíu, var stundum notað sem samnefnari fyrir Afríku alla.44
Afmörkun Indlands og Afríku var lengi vel nokkuð óljós og bend-
ir Relaño á að það var ekki fyrr en farið var að líta á Rauða hafið
sem mörk milli þessara svæða, að hugmyndin um Afríku sem sér-
staka heimsálfu fór að taka á sig mynd. Lengi vel var talið að Níl-
arfljótið skildi Indland frá Afríku og Eþíópíumenn því oft kallaðir
Indverjar og land þeirra India Tertia. Það var ekki fyrr en snemma á
15. öld, með enduruppgötvun ritsins Geography eftir Claudíus
Ptolemíus, sem þessi hugmynd dó út.45
Í Afríku staðsettu Pliníus og aðrir klassískir höfundar margar
furðuverur sínar, eins og áður var minnst á, þeirra á meðal Anthro-
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R132
41 Í bók sinni De civitate Dei (Guðsríkið) fjallaði heilagur Ágústínus um skrímsli
og benti á að það væri mikilvægt að spyrja hvort þau væru manneskjur eða
ekki. Hann taldi að ef slík skrímsli væru til þá gætu þau verið ómennsk. Ef
þau væru hins vegar mennsk þá væru þau afkomendur Adams. Friedman
bendir á að hann svarar aldrei til fullnustu hvort þau séu mennsk eða ekki;
sjá: Friedman, Monstrous Races, bls. 92.
42 Friedman, Monstrous Races, bls. 89. Hér má hafa í huga, eins og Freidman
bendir á, að Guð hafði skapað hina fullkomnu manneskju. Allar manneskjur
sem komu síðar voru afrit af henni, búin til af manneskjum og gátu því ekki
verið jafn fullkomnar; sjá sama rit, bls. 92–93.
43 Simek, Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 46.
44 Simek, Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 64, 65.
45 Relaño, The Shaping of Africa, bls. 51, 53–54. Ptolemíus var uppi 90–168 e.Kr.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 132