Saga - 2006, Síða 134
við sem forfaðir skrímsla og óæskilegra einstaklinga. Í sumum til-
fellum blönduðust Kam og Kain saman en Friedman telur það geta
stafað af svipuðum rithætti á þessum tveimur nöfnum.51 Hvorki
Kam né Kain voru eingöngu tengdir fólki með dökkan húðlit held-
ur einnig öðrum jaðarhópum. Í bréfi Roberts Grossetestes, áhrifa-
mikils biskups í Lincoln á Englandi á 13. öld, er lögð áhersla á gyð-
inga sem afkomendur Kains, þeir voru fordæmdir af Guði og því
ætlaðir til þrældóms.52 Skáldið Hugo von Trimberg, sem var uppi á
14. öld, hélt því fram að Kam væri ekki eingöngu forfaðir svartra
heldur einnig norna og annarra trúleysingja.53 Hugmyndir um
Afríku voru því á miðöldum að mestu samsuða hugmynda klass-
ísku höfundanna um furðuverur og mögulega forfeður úr Biblíunni.
Frásagnir Sir Johns Mandevilles í ritinu Travels of Sir John Mande-
ville voru einnig mikilvæg uppspretta fyrir hugmyndir fólks um
Afríku, en þær eru taldar hafa haft mikil áhrif á hugmyndir
Evrópubúa á síðmiðöldum um framandi fólk. Ritið, sem er skrifað
á miðri 14. öld, lítur út fyrir að vera sönn frásögn af pílagrímsferð
til landsins helga, Egyptalands og lengra til austurs, þar sem höf-
undur segist bæði hafa verið í þjónustu Mamluk soldáns í Egypta-
landi og Khans hins mikla frá Kína.54 Bók Mandevilles naut mikilla
vinsælda meðal almennings og var margsinnis gefin út á fjölda
tungumála. Hún var jafnframt uppspretta upplýsinga fyrir fræði-
menn þess tíma og landkönnuði, svo sem Kristófer Kólumbus.55
Lýsing Mandevilles á Eþíópíu er samsuða af eldri hugmyndum um
íbúa Afríku, t.d. sú frásögn hans að fólk þar hafi eingöngu einn fót,
en komist hratt yfir og geti einnig notað fótinn sem skjól gegn regni
og sól. Mandeville leggur áherslu á að það sé veðurfarið sem valdi
því að fólk þar sé dökkt á hörund, en slíkar útskýringar voru nokk-
uð algengar á 15. og 16. öld.56 Það er í sjálfu sér áhugavert að rit
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R134
51 Friedman, Monstrous Races, bls. 99.
52 Robin Blackburn, „The Old World Background to European Colonial Sla-
very,“ bls. 76.
53 Braude, „The Sons of Noah,“ bls. 133.
54 Braude, „The Sons of Noah,“ bls. 103–142.
55 Mary B. Campbell, The Witness and the Other World: Exotic European Travel
Writing, 400–1600 (Ithaca og London 1988), bls. 122 og 126; Braude, „The Sons
of Noah“; Simek, Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 57.
56 Alden T. Vaughan og Virginia Mason Vaughan, „Before Othello: Elizabethan
Representations of Sub-Saharan Africa,“ The William and Mary Quarterly 54:1
(1997), bls. 22.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 134