Saga - 2006, Side 135
Mandevilles hafi notið slíkra vinsælda sem uppspretta „þekkingar“
því að til voru á þessum tíma margar mun raunsærri lýsingar af
framandi löndum og þjóðum.57 Vinsældir frásagna Mandevilles
gefa til kynna að í Evrópu hafi sagnir, sem drógu upp villtar furðu-
ímyndir af Afríku, verið mun vinsælli en raunsærri lýsingar. Árið
1436 sendi Hinrik sæfari beiðni til Evgenius IV páfa um leyfi til að
leggja undir sig Kanaríeyjar. Í beiðninni er því haldið fram að inn-
fæddir séu villimenn og samfélag þeirra án laga og reglna. Í umfjöll-
un sinni um landkönnun Portúgala, telur Russel að engin ástæða sé
til að ætla að Hinrik hafi sjálfur trúað þessu því að hann hefði hitt
aðalsmenn frá eynni sem Portúgalar viðurkenndu.58 Hér voru póli-
tískir og efnahagslegir hagsmunir í húfi og beiðnin orðuð þannig að
hún þjónaði þeim sem best. Ef efnahagslegur ávinningur var af því
að leggja undir sig fjarlæg lönd virtist þekking ekki skipta öllu máli,
heldur það tínt til sem gat réttlætt arðrán og þrælkun fólksins.
Áherslur fræðimanna varðandi Afríku hafa verið misjafnar.
Sumir telja, eins og fyrr var nefnt, að strax frá upphafi hafi viðhorf
Evrópubúa verið neikvæð og megináhersla lögð á þætti sem enn
eru mikilvægir í sköpun staðalmynda um Afríku, svo sem dökkt
litaraft. Af framansögðu má ljóst vera að tengsl þeirra landfræði-
legu rýma sem við köllum Afríku og Evrópu voru mun flóknari og
margbreytilegri en svo að hugmyndirnar megi einfalda á þann
hátt.59 Frásagnir ferðalanga á 15. öld virðast t.d. vera mun fjöl-
breyttari en oft er gefið til kynna. Í lýsingum landkönnuða á fólki í
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 135
57 Sjá: Relaño, The Shaping of Africa, bls. 14.
58 Peter E. Russel, „Veni, vidi, vici: some Fifteenth-century Eyewitness Accounts
of Travel in the African Atlantic before 1492,“ Historical Research 66:160 (1993),
bls. 115–128.
59 Á 15. öld urðu til allmargar frásagnir af ferðalöngum sem höfðu farið til vest-
urhluta Afríku. Portúgalir fóru til Gíneu og birtu frásagnir af ferðum sínum.
Menntaðir enskir fyrirmenn lásu frásagnir þessara ferðalanga á frönsku og
latínu og því höfðu þær líklega einhver áhrif á viðhorf þessara fyrirmanna til
Afríku; sjá: P.E.H. Hair, „Attitudes to Africans in English Primary Sources on
Guinea up to 1650,“ bls. 47. — Rit Ptolemíusar, sem var þýtt á latínu um
1406–1407, varð mjög áhrifamikið (Woodward, „Medieval Mappaemundi“, bls.
316) og er talið af sumum fræðimönnum innblástur aukinnar landkönnunar
Portúgala því að þær afsönnuðu þá ráðandi sýn að suður af miðbaug væri
auðn sem væri ekki lífvænleg mönnum; sjá: [Nafnlaus], „The Rediscovery of
Ptolemy’s Geography in Renaissance Italy and its impact in Spain and Portugal
in the period of the Discoveries,“ Geography, Cartography and Nautical Science
in the Renaissance, ritstj. W.G.L. Randles (Aldershot 2000), bls. 1–7: V3.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 135