Saga - 2006, Síða 137
mögulegs bandamanns í baráttunni við íslam.65 Einnig má nefna
dæmi um hjónabönd yfirstéttarfólks frá ólíkum heimsálfum. Yis-
hak Eþíópíukeisari lagði t.d. til árið 1428 við konung Alfonso V
af Aragon að tengsl væru innsigluð milli fjölskyldna þeirra. Á
miðri 16. öld giftist yfirstéttarmaður frá konungdæminu Kongó
konu úr portúgalskri yfirstétt.66 Árið 1087 notaði Yusuf ibn Tash-
fin67 4000 súdanska hermenn í bardögum sínum á Spáni og í bar-
daga hans við Rodrigo Diaz de Vivar, við Valencíu 1094, voru
svartir hermenn hluti af her hans.68 Egyptaland var mikilvægur
vettvangur samskipta Evrópu og Afríku en borgin Alexandría
var á rómverska tímabilinu miðstöð fræða á heimsmælikvarða.
Benda má á að fræðimenn hafa iðulega talað um Alexandríu sem
hluta af vestrænni menningararfleifð og litið fram hjá tengslum
borgarinnar við Afríku.69 Saga kristinnar trúar er augljóslega
samofin kirkjufeðrum frá Egyptalandi, Núpíu, Eþíópíu og Norð-
ur-Afríku,70 og eins og Maghan Keita hefur bent á hafa fræði-
menn t.d. ekki skoðað nógu vel tengsl borgríkja Afríku og
Evrópu á miðöldum.71 Það er því nokkuð ljóst að tengsl Afríku
og Evrópu hafa verið vanmetin.
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 137
65 Debrunner, Presence and Prestige, bls. 24.
66 David Northrup, Africa’s Discovery of Europe (Oxford 2002), bls. 10.
67 Hann var einn af Almoravídum sem réðu á tímabili yfir hluta af íslömskum
hluta Spánar.
68 Elena Lourie, „Black Women Warriors in the Muslim Army Besieging Val-
encia and the Cid’s Victory: A Problem of Interpretation,“ Tradition: Studies in
Ancient and Medieval History, Thought and Religion 55 (2000), bls. 191, 207. Í
arabísku textunum, þar sem þessar upplýsingar koma fram, voru þeir kall-
aðir as-sudan.
69 Marin Bernal hefur t.d. haldið því fram að fræðimenn hafi almennt vanmetið
afrísk áhrif á gríska og vestræna menningu; sjá bók hans Black Athena: The
Afroasiatic Roots of Classical Civilization (Vol. I: The Fabrication of Ancient Greece
1785–1985) (New Brunswick 1987).
70 Bengt Sundkler og Christopher Steed, A History of the Church in Africa
(Cambridge 2000).
71 M. Keita (ritstj.), Scholarship as a Global Commodity: African Intellectual Com-
munities in the Medieval and Renaissance Periods, b. 14 (Villanova 1989). Jafnvel
höfundar nýlegs yfirlitsrits um sögu kristni í Afríku, sem draga skil milli Al-
exandríu og Egyptalands, viðurkenna að trúlega hafi fræðimenn vanmetið
tengslin á milli Alexandríu og Egyptalands; sjá: Sundkler og Steed, A History
of the Church in Africa, bls. 14.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 137