Saga - 2006, Page 138
Íslenskt samfélag og miðaldatextar
Efst í hægra horni korts Olausar Magnus, Carta Marina frá 1539,
sem geymt er í Carolina Rediviva safninu í Uppsölum, má sjá Ís-
land. Í hafinu í kringum landið eru margs konar kynjaskepnur, og
sumar ráðast illúðlega til atlögu við nálæg skip á leið til eða frá
landinu og árétta þannig einangrun landsins. Á fyrstu öldum Ís-
landsbyggðar voru sumir Íslendingar þó víðförulir eins og frásagn-
ir Íslendingasagna gefa til kynna. Staða Íslendinga innan Evrópu
breyttist mikið eftir kristnitökuna. Fyrir hana voru þeir iðulega
flokkaðir sem villimenn en urðu með kristnitökunni hluti af samfé-
lagi kristinna þjóða og þar með fóru Íslendingar að taka þátt í kross-
ferðum og pílagrímsferðum, m.a. til Rómar, Jórsala og Santiago de
Compostela.72
Óþarfi er að fara mörgum orðum um þá miklu grósku sem var
í íslenskri sagnaritun á miðöldum, en á þeim tíma voru skrifaðar
sögur, lög og kveðskapur sem hafa verið ómetanlegar upplýsingar
um líf og viðhorf fólks frá þessum tíma. Íslendingar þýddu einnig
erlend rit og t.d. hafa fundist þýðingar ritanna Trójumannasaga,
Historia Regum Britanniae, Rómverjasaga og Júgurústríðin eftir
Sallústíus.73 Í ritinu Íslensk bókmenntasaga er bent á að þýðing á
Rómverjasögu var mjög mikilvæg í því að kynna fyrir Íslendingum
ritstíl rómverskra sagnaritara. Erfitt er að geta sér til um aldur þess-
ara þýðinga en ljóst er að þær eru misgamlar. Rómverjasaga er tal-
in hafa verið þýdd á síðari hluta 12. aldar.74 Einnig er til þýðing
náttúruritsins Physiologus sem fyrr var nefnt. Íslenskt handrit ritsins
(AM 673 a 4to) er skrifað um 1200 og afritað langt fram eftir öldum
sem sést á því að yngsta afritið er frá 1724.75 Riddarasögur eru í
hópi þýddra sagna sem urðu mjög áhrifamiklar en þær eru þýðing-
ar á frönskum rómantískum bókmenntum sem talið er að hafi birst
á Íslandi um miðja 13. öld.76 Jónas Kristjánsson tengir tilkomu þeirra
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R138
72 Sigurður Líndal, „Ísland og umheimurinn,“ Saga Íslands I (Reykjavík 1974),
bls. 211.
73 Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason (ristj.), Íslensk bók-
menntasaga I (Reykjavík 1992), bls. 410.
74 Guðrún Nordal o.fl. (ristj.), Íslensk bókmenntasaga I, bls. 410.
75 Jónas Kristjánsson, Eddas and Sagas, bls. 219, 279; James Marchand, „The Old
Icelandic Physiologus,“ De Consolatione Philologiae, ritstj. Ann Grotans, Hein-
rich Beck og Anton Schwob (Göbbingen 2000), bls. 231–244.
76 Jónas Kristjánsson, Eddas and Sagas, bls. 219, 315.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 138