Saga - 2006, Síða 139
við nýfengin yfirráð Hákonar konungs gamla yfir Íslandi en Hákon
lagði mikið kapp á að siðvæða norska menningu og hirðlíf með því
að taka upp evrópska siði. Einn liður í þessu var þýðing franskra
bókmennta.77
Landaskipan heimsins samkvæmt íslenskum heimildum
Í umfjöllun Hauksbókar um skipan heimsins er sagt frá því að
Kam, þriðji sonur Nóa, „skildi byggia þat land er Africa heitir.“78
Hauksbók var rituð laust eftir aldamótin 1300 af Hauki Erlendssyni
lögmanni og skrifurum hans.79 Í huga þeirra áttu íbúar Afríku sér
því ákveðinn forföður úr Biblíunni. Hauksbók endurspeglar að
Afríka var fyrir mörgum evrópskum miðaldamönnum hluti af
ecumene, en samhliða því að álfan var talinn íverustaður margvís-
legra skrímsla og furðuþjóða. Heimslýsing Hauksbókar segir að úr
brunni einum í Paradís falli fjórar ár í þennan heim: Físon (Ganges
eins og hún væri kölluð nú) fellur um Indland, Gíon, sem heitir
einnig Níl, fellur um Bláland og Egyptaland, Tígris fellur um
Serkland og Evfrates fellur um Mesópótamíu.80 Brunnur Paradísar
verður eins konar nafli heimsins sem tengir saman ólíka hluta hans
með því að veita hverri lífæð vatn. Heimurinn er þannig samofinn
og heildrænn. Bera má þessa ímynd saman við myndræna túlkun
Ebstorf-kortsins á heiminum sem líkama Krists (frá 13. öld) og
Psalter-kortsins (einnig frá 13. öld) þar sem líkami Krists umvefur
heiminn.81 Í þessum texta Hauksbókar er talað um Bláland og
Egyptaland, en ekki um Afríku. Jón Jóhannesson sagnfræðingur
telur að í Hauksbók sé litið á Bláland sem hluta af Afríku,82 eins og
virðist vera af eftirfarandi texta að dæma þar sem talað er um Blá-
land sem hliðstætt öðrum löndum innan Afríku; „Numida lande,
Maurítanía lande þar er enn Bla lande.“83 Í upptalningunni hér að
framan kemur hugtakið Afríka þó ekki fyrir og heldur ekki í frá-
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 139
77 Jónas Kristjánsson, Eddas and Sagas, bls. 219.
78 Hauksbók (København 1892–1896), bls. 165.
79 Sverrir Jakobsson, Við og veröldin, bls. 48.
80 Bergljót S. Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Jón Torfason og Örnólfur Thors-
son (ritstj.), Heimskringla III: Lykilbók (Reykjavík 1991), bls. 69.
81 Sjá t.d.: Edson, Mapping Time and Space, bls. 136.
82 Jón Jóhannesson, „Brot úr heimsmynd Íslendinga: 1,“ Saga III (1960), bls.
17–28, n.m.gr. bls. 26.
83 Hauksbók, bls. 165.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 139