Saga - 2006, Page 140
sögn Hauksbókar af brunni Paradísar og er það e.t.v. vegna þess að
ekki gætir samræmis í textanum hvað varðar vísanir til Blálands og
Afríku, og heitið Bláland því stundum notað yfir álfuna alla.
Í lýsingu á landaskipan í heiminum skiptir handrit AM 736 I 4to
frá 1300 heiminum í Asíu, Afríku og Evrópu eins og tíðkaðist í T-O
kortunum. Í handritinu kemur þó einnig fram hugmynd um land-
brú milli Afríku og Vínlands, hið síðara sem staðsett er í Evrópu.
Þessi hugmynd var, samkvæmt þýska fræðimanninum Simek,
skandinavísk hugmynd og var svo til óþekkt í suðurhluta
Evrópu.84 Í handritinu segir m.a.:
Frá Grænlandi í suður liggur Helluland, þá Markaland. Þaðan
er eigi langt til Vínlands, er sumir menn ætla að gangi af Af-
frica. England og Skotland ey ein eru, og eru þó sitt hvort kon-
ungsríki. Írland er ey mikil. Ísland er og ey mikil í norður frá
Írlandi. Þessi lönd öll eru í þeim hluta heims, sem Europa er
kallaður.85
Jón Jóhannesson bendir á að þar eð þetta handrit sé eftirrit, þá sé
nokkuð erfitt að vita hve gömul þessi landlýsing sé, en hún geti ver-
ið frá síðari hluta 12. aldar eða fyrri hluta 13. aldar. Jón segir að í His-
toria Norvegiae (frá síðasta þriðjungi 12. aldar) megi finna svipaða lýs-
ingu og þar sé jafnframt getið um afrískar eyjar sem hluta af Evrópu.86
Hann telur að með eyjunum sé átt við Kanaríeyjar eða Azoreyjar en
báða eyjaklasa þekktu Arabar á 12. öld og telja má að einhverjar sagn-
ir um þá hafi borist til norðurhluta Evrópu. Jón veltir fyrir sér tilkomu
hugmynda um landbrú milli Vínlands og Afríku og telur mögulegt að
tenging sé á milli hennar og norrænu sagnarinnar um einfætingsland
sem staðsett sé á Vínlandi en í mörgum evrópskum ritum var það
staðsett í Afríku. Hér gæti því verið um einhvers konar tilraun að
ræða til að samþætta þær hugmyndir. Einnig er mögulegt, telur Jón,
að Vínland hafi verið tengt afrísku eyjunum sem sum handrit geta um
og þannig verið talið að Vínland gengi af Afríku.87
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R140
84 Simek, Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 47. Simek talar um landbrú
milli Afríku og lands í vestri.
85 Tilvísun úr handriti AM 736 I 4to er tekin úr: Sigurður Líndal, „Ísland og um-
heimurinn,“ bls. 211.
86 Jón Jóhannesson, „Brot úr heimsmynd Íslendinga: 1,“ bls. 19.
87 Jón Jóhannesson, „Brot úr heimsmynd Íslendinga: 1,“ bls. 26–27. Um nokkurt
skeið höfðu evrópskir höfundar getið sér til um að til væri fjórða heimsálfan.
Eitt afrit frá 8. eða 9. öld af kortum Ísidors frá Sevilla sýnir hana; sjá: Wood-
ward, „Medieval Mappaemundi,“ bls. 302.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 140