Saga - 2006, Page 141
Íslandslýsing Odds Einarssonar var líklega rituð 1588–1589 og er
því nokkuð yngri en þau rit sem mest hefur verið rætt um hér. Þó
má minnast á Íslandslýsinguna hér því að þar segir að Vínland sé
talið „hafa verið nefnt hið góða vegna mikillar frjósemdar og veð-
ursældar svo að það er álitið vera áfast við Afríku eða Ameríku
hina nýju“.88 Hér er því um áhugaverða samsvörun að ræða við
handritið AM 736 I 4to og Historia Norvegiae sem fyrr var minnst á.
Texti Odds er einnig áhugaverður í ljósi þess hversu mikill hluti af
Afríku hafði verið kannaður af Portúgölum á þeim tíma sem hann
var skrifaður, sem og hlutar af Norður-Ameríku.89
Hermann Pálsson bendir á að í norska ritinu Historia Norvegiae
komi fram að Papar hafi hlotið nafn sitt af hvítum klæðum sem þeir
klæddust eins og klerkar en „eins og ráða mátti af klæðnaði þeirra
og letri bóka þeirra, sem þeir skildu eftir, voru þeir frá Afríku, gyð-
ingatrúar.“90 Í grein Björns Sigfússonar þar sem birt eru brot út
handriti Adams frá Brimum er þessi setning birt næstum orðrétt.91
Hvorugur höfundurinn ræðir þessa tengingu Afríku við Papa, en
áhugavert væri ef fleiri slíkar tilvísanir væri að finna í íslenskum
handritum.
Lýsing Hauksbókar af skipan heimsins segir eins og fyrr var
nefnt að eitt vatnsfall Paradísar renni til Serklands (Tígris) og önnur
til Blálands (Nílarfljót).92 Á öðrum stað er þó talað um Egyptaland
með þeim orðum að á Serklandi sé Babýlon og þar í nánd sé Egypta-
land.93 Í Haraldssögu Sigurðarsonar í Heimskringlu er einnig sett
samasemmerki milli Afríku og Serklands með orðunum: „Lagðist
hann þá með her sinn vestur í Afríku er Væringjar kalla Serk-
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 141
88 Oddur Einarsson, Íslandslýsing: Qualiscunque descriptio Islandiae (Reykjavík
1971), bls. 77.
89 Oddur áréttar mikilvægi þess að breiða út kristna trú í óþekktum hlutum
heimsins. Hann segir: „aðstæður og ástand í öllum þessum löndum eru oss
huldar og verða kannski alltaf, nema algóðum og almáttugum guði þóknað-
ist, fyrir sakir síns dýrlegs nafns, að kalla þessar aumu þjóðir með boðum
fagnaðarerindis í samfélag heilagrar kirkju sinnar“; sjá: Oddur Einarsson, Ís-
landslýsing, bls. 77.
90 Hermann Pálsson, „Minnisgreinar um Papa,“ Saga V (1964–1967), bls. 116.
91 Björn Sigfússon, „Ísland í erlendum miðaldaheimildum fyrir 1200 og haf-
svæði þess,“ Saga II:4 (1954–1958), bls. 491.
92 Snorri Sturluson, „Heimskringla,“ Síðara bindi, ritstj. Bergljót S. Kristjáns-
dóttir, Bragi Halldórsson, Jón Torfason og Örnólfur Thorsson (Reykjavík
1991), bls. 69.
93 Snorri Sturluson, „Heimskringla,“ bls. 73.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 141