Saga - 2006, Page 142
land“.94 Það er e.t.v. ekki að undra þótt ákveðin skörun sé á milli
Blálands og Serklands vegna sterkar stöðu íslams í Norður-Afríku
á þessum tíma.
Sturla Þórðarson minnist á Bláland í drápu sinni Hrynhenda og
virðist þar tengja við Serki:
Allvaldr! Dýrkast út með Serkjum
innanlands af mildi þinni,
þjóðum líka þínir haukar
þaðra, allt með Blálands jaðri;
víða hrjóta vegleg mæti
vægðarlaust af yðrum frægðum;
hollar prýða heiminn allan
hnossir þínar, mærðar tínir. 95
Afmörkun Afríku í þessum heimildum er því nokkuð óljós, eins og
sjá má á tengingu við hvorutveggja Serki og Vínland í ólíkum
handritum. Hið sama má segja um lýsingar á íbúum álfunnar eins
og fjallað verður um næst.
Frásögn Hauksbókar af íbúum Afríku
Ítarlegustu lýsingarnar á íbúum Afríku má trúlega finna í frásögn
Hauksbókar af „margháttar þjóðum“ eins og það er kallað í textan-
um sjálfum. Þær studdust við rit Ísidors frá Sevilla, m.a. við alfræði-
rit hans Etymologiae.96 Sams konar heimslýsing og finna má í
Hauksbók er einnig varðveitt í handritinu AM 764 4to.97 Í kafla
Hauksbókar um ,,margháttar þjóðir“ má sjá kunnuglega lýsingu á
margs konar furðuverum sem höfðu birst í fjölmörgum ritum mið-
alda. Talið er að rit Ísidors sé uppspretta þessara lýsinga í Hauks-
bók. Í henni segir frá einfætingum sem „afa svo mikinn fót við jörð
að þeir skyggja sér í svefni við sólu. Þeir eru svo skjótir sem dýr og
hlaupa við stöng“ og jafnframt Apropofagi sem eru mannætur.98
Sverrir Jakobsson bendir á að lýsing af einfætingi hafi skilað sér í
Eiríks sögu rauða, þar sem Þorfinnur karlsefni og lið hans sá ein-
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R142
94 Snorri Sturluson, „Heimskringla,“ bls. 605.
95 Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju (København 1856).
96 Guðrún Nordal o.fl. (ritstj.), Íslensk bókmenntasaga I, bls. 566–568.
97 Snorri Sturluson, „Heimskringla,“ bls. 69.
98 Snorri Sturluson, „Heimskringla,“ bls. 77.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 142