Saga - 2006, Page 143
fæting en þorði ekki að fylgja honum til einfætingslands sem þeir
töldu nokkuð lengra frá.99 Í umfjöllun Hauksbókar um furðuverur
er einnig minnst á fuðuþjóðir í Afríku og Blálandi: „Sú þjóð er í Afr-
íku sem eigi sakar ormaeitur, og börn í vöggu leika sér með eitur-
ormum.“ Í Blálandi, segir jafnframt, má finna Panfagi sem „eta allt
það er tönn festir á“. Hauksbók staðsetur höfuðlausa þjóð í Afríku
með orðunum: „Þeir eru enn þar [í Afríku] sem höfuðlausir eru en
á bringunni er bæði munnur og augu, sumir höfuðlausir þá er
munnurinn ofan á búknum en augu á herðablöðum og er hár sem
á dýrum“. Einnig má finna stutta vísun til Pygmía sem þó eru í text-
anum ekki staðsettir í Afríku frekar en í öðrum evrópskum ritum
miðalda: „þar eru konur þær er börn ala fimm vetra gamlar og lifir
engi um átta vetur“.100
Einnig kemur fram í texta Hauksbókar að Kam eða Ham skyldi
byggja Afríku, en hér er líklega um að ræða endurómun frá hug-
myndum annarra Evrópubúa um skiptingu heimsins milli þriggja
sona Nóa. Í Hauksbók er þó ekki að finna umfjöllun um litarhátt
Kams eða vísun til þess að dökkur litarháttur væri á einhvern
hátt tengdur bannfæringu eða útskúfun. Í Veraldar Sögu, sem tal-
in er vera frá miðri 12. öld, er einnig talað um bannfæringu Kams
og að þær „þjóðir“ sem komi frá Kam séu í „sudrhalfo heims-
ins“.101
Á einum stað í Hauksbók er vísað til Alexandríu sem göfugrar
borgar þar sem Pétur postuli hafi verið í fimm vetur og svo segir í
beinu framhaldi að Egyptaland hafi fyrst verið byggt af Mísraím,
syni Kams Nóasonar.102 Hér er því komið inn á tengsl álfunnar við
frásögur og sögupersónu Bíblíunnar og hún því færð jafnhliða inn
í hinn „siðaða“ og þekkta heim. Þrátt fyrir að Hauksbók varpi upp
mynd af Afríku sem dvalarstað furðuþjóða er því einföldun að
segja að ímyndirnar séu sjálfkrafa neikvæðar.
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 143
99 Sverrir Jakobsson, „Black men and malignant-looking. The Place of the
Indigenous Peoples of North America in the Icelandic World View,“ Ap-
proaches to Vínland. A Conference on the Written and Archaeological Sources for
the Norse Settlements in the North Atlantic Region and Explorations of America.
Norræna húsið, Reykjavík 9–11 ágúst, 1999. Proceedings (2001), bls. 94.
100 Heimskringla III: Lykilbók, bls. 77.
101 Jakob Benediktsson (ristj.), Veraldar Saga (København 1944), bls. 13.
102 Snorri Sturluson, „Heimskringla,“ bls. 73.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 143