Saga - 2006, Page 145
blámaður vísar oft í norrænum ritum til fólks með nokkuð dökkan
húðlit en í riddarasögum er orðið notað yfir þá sem þykja framandi
á einhvern hátt. Dökkur litur er hins vegar almennt tengdur fram-
andi forynjum. Þannig virðast hugmyndir um forynjur, dökkan lit-
arhátt og það að vera framandi vera tengdar á einhvern hátt og
skarast á ólíkan hátt í mismunandi heimildum.108
Í grein Eiðs S. Kvarans birtist áhugaverð samantekt á þeim út-
litslegu gildum sem voru tengd við dökkan húðlit hjá sagnariturum
miðalda. Eiður bendir á að svart hár njóti engrar hylli hjá sagnarit-
urum (eins og hann orðar það) og að dökk húð komi að sama skapi
fram í tengslum við þá sem eru kallaðir ljótir.109 Samkvæmt Eiði var
fegurð tengd við hvíta húð og ljóst hár. Fríðleiki er einnig tengdur
því að vera meðalmaður eða lítill vexti, en þeir sem eru miklir vexti
og sterkir eru oftast taldir ljótir. Slík fegurðarhugsjón fornmanna
kemur, eins og Eiður bendir á, nokkuð skýrt fram í Rígsþulu,110 sem
er varðveitt í Ormsbók Snorra-Eddu og talin til goðakvæða, sem
færð voru í letur á 13. öld, og endurspeglar á áhugaverðan hátt við-
horf til litarháttar með tengingu atgervis og stéttarstöðu. Þar er sagt
frá því þegar guðinn Heimdallur fer undir nafninu Rígur til þriggja
hjóna, Áa og Eddu, Afa og Ömmu, Föður og Móður, og getur son
við hverri konu. Sonur Eddu nefnist Þræll en honum er lýst sem
hörundsvörtum með hrokkið skinn á höndum. Sonur Móður heitir
Jarl, með bleikt hár og bjarta vanga en kona hans Erna er hvít á hör-
und. Í þessari frásögn koma fram sterk tengsl litarháttar og stöðu
innan samfélagsins; þeim með ljósara atgervi eru hér falin hlutverk
sem njóta meiri virðingar og þeir drottna yfir hinum sem eru dekkri
á hörund.
Jochens leggur töluverða áherslu á að neikvæð gildi hafi verið
tengd við dökkan húðlit. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt
bendir hún á að þetta megi sjá endurspeglast í tíðni nafnanna Svart-
ur og Kolur sem nöfn þræla.111 Þrátt fyrir að auðvelt sé að vera sam-
mála Jockens um að heimildirnar virðist sýna að dökkur litur og
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 145
108 Dariusz A. Sobczyski gerir t.d. grein fyrir því að í Íslendingasögum er mönn-
um af lágum stigum almennt lýst sem ljótum með svart hár og dökka húð;
sjá: Sobczyski, „Útlendingar á Íslandi,“ bls. 175.
109 Eiður S. Kvaran, „Um mannfræðilegt gildi forníslenskra mannlýsinga,“ bls.
94–95.
110 Eiður S. Kvaran, „Um mannfræðilegt gildi forníslenskra mannlýsinga,“ bls.
96.
111 Jochens, „Þjóðir og kynþættir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar,“ bls. 190.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 145