Saga - 2006, Qupperneq 146
litaraft hafi verið litið frekar neikvæðum augum, er mikilvægt að
tengja slíkt ekki gagnrýnislaust við hugtakið kynþáttur eins og
virðist gert í grein hennar.112 Fyrir það fyrsta er hugtakið kynþáttur
nútímahugtak, eins og rætt var um hér að framan, og endurspeglar
því ekki vel sýn íslenskra miðaldamanna á fjölbreytileika mann-
eskjunnar. Eins og Jockens bendir sjálf á var „maðr dökkr“ ekki ein-
staklingur með dökkbrúnan húðlit, heldur gætu orðin allt eins átt
við einhvern með dökkt hár og ljósa húð, sem stangast á við þann
skilning á hugtakinu kynþáttur sem viðtekinn er í samtímanum.
Sverrir Jakobsson hefur einnig bent á að ættartengsl við tröll og for-
ynjur hafi ekki nauðsynlega verið álitin neikvæð; Egill Skalla-
Grímsson og Mýramenn hafi t.d. átt forfeður sem voru tröll eða
jötnar.113
Einnig má benda á mörg dæmi þess að litarháttar sé ekki getið í
mörgum öðrum skírskotunum til Afríku. Vísun til álfunnar í Har-
aldssögu Sigurðarsonar í Heimskringlu Snorra Sturlusonar felur
t.a.m. ekki í sér skírskotun til litarháttar114 og í riddarasögum, svo
sem Mágus sögu jarls, er minnst á Afríku án nokkurrar vísunar til
litarafts.115 Hið sama gildir um vísun til Afríku í Sögu af Tristram og
Ísönd en þar er talað um að jötunn einn hafi komið úr „Afríkalandi“
og herjað á þá á Bretlandi. Engin lýsing er á þessum jötni en sagt er
frá því að hann hafi búið til fagurt hvolfhús.116 Á öðrum stað í sömu
heimild er talað um annan jötun sem kom frá Afríku og er honum lýst
á þann hátt að hann hafi verið „digur, mikill og drambsamur“.117 Lýs-
ingin á því að hann hafi gert sér skikkju úr skeggi þeirra höfðingja
sem hann drap, er vissulega villimannsleg en hér er samt ekki að
finna áherslu á litaraft eða dökkt yfirbragð. Í Veraldar Sögu er talað um
heilagan Ágústínus sem hinn „ægtr kenimaðr vtan af Affrika,“ og
hugtakið Afríka því sett í jákvætt samhengi við kristna trú.118 Þetta
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R146
112 Í grein Jockens má þó einnig greina ákveðna áherslu á afstæði sem stangast
á við orðnotkunina kynþáttur, því að á einum stað talar hún um að grískur
og norrænn maður gætu hafa haft ólíkar hugmyndir um hvað væri „dökkt“;
sjá: Jochens, „Þjóðir og kynþættir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar,“ bls. 186.
113 Sverrir Jakobsson, „Útlendingar á Íslandi á miðöldum,“ bls. 44. Sjá einnig:
Sverrir Jakobsson, Við og veröldin, bls. 323–324.
114 Snorri Sturluson, Heimskringla, bls. 605–606.
115 Bjarni Vilhjálmsson (ritstj.), Riddarasögur II (Reykjavík 1982).
116 Bjarni Vilhjálmsson (ritstj.), Riddarasögur II, bls. 199.
117 Bjarni Vilhjálmsson (ritstj.), Riddarasögur II, bls 184.
118 Jakob Benediktsson (ritstj.), Veraldar Saga, bls. 63.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 146