Saga - 2006, Page 148
Riddarasögur og Afríka
Eins og fyrr var getið má finna vísanir til Afríku í nokkrum ridd-
arasögum. Dínus saga drambláta gerist t.a.m. að stórum hluta til í
Afríku. Jónas Kristjánsson bendir á að erfitt sé að ákvarða aldur
handritsins en talið er að það elsta hafi verið skrifað undir lok 14.
aldar eða í upphafi 15. aldar.122 Sagan byrjar á því að heiminum er
skipt í þrjá hluta á svipaðan hátt og T-O kortin gera, með þeim
orðum að fyrsti hluti heimsins í suðri heiti „Hasía, enn hinn vestre
Affricha, enn norður älfann er kólluð Euröpä“.123 Í textanum er
„Egiffta“ land staðsett í Asíu.124 Minnst er á Bláland og sagt að
það gangi vestur allt með úthafinu og suður allt að Miðjarðarsjó.
Landinu sjálfu er lýst með orðunum að þar „eru marger stader
suidner og brunner, aff sölar hitanumm, þar fædast mieg jøtnar
jmissleger, og blåmenn bannsetter“;125 einnig kemur fram að í til-
teknum her í landinu hafi verið „suarter blämenn, og hrædileger
risar, og ønnur skrimsl, med ögurlegum äsiönumm“.126 Í beinu
framhaldi er síðan talað um konung einn í Blálandi að nafni Max-
imilanus og honum lýst sem ráðvöndum, ríkum og margvitr-
um.127 Í handriti frá 17. öld af Dínus sögu drambláta er minnst á Jón
prest sem þar er nefndur Jóhannes konungssonur af Indíalandi en
eins og gert var ráð fyrir í Evrópu lengi vel er hann talinn vera
konungur í Indlandi.128 Þó er áhugavert að í Evrópu á 17. öld var
almennt farið að tengja Jón prest fremur við Afríku en Indland,
eins og fyrr hefur komið fram sem er ólíkt því sem gert er í þessu
handriti.
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R148
122 Jónas Kristjánsson, „Inngangur,“ Dínus saga drambláta, ritstj. Jónas Kristjáns-
son (Reykjavík 1960), bls. viii.
123 Jónas Kristjánsson (ritstj.), Dínus saga drambláta, bls. 3.
124 Í handriti af sögunni, sem var skrifað á fyrri helmingi 17. aldar af Jóni Giss-
urarsyni frá Núpi í Dýrafirði, er sagt svo frá að í þeim þriðjungi heimsins
sem heitir Afríka megi finna Egyptaland (bls. 97).
125 Jónas Kristjánsson (ritstj.), Dínus saga drambláta, bls. 11.
126 Jónas Kristjánsson (ritstj.), Dínus saga drambláta, bls. 71.
127 Jónas Kristjánssonn (ritstj.), Dínus saga drambláta, bls. 11.
128 Jónas Kristjánsson, „Inngangur,“ bls. xlviii, bls. 143–148. — Einnig er minnst
á Jón prest í Rémundar sögu; sjá: Einar Ól. Sveinsson, „Viktors saga og Blávus:
Sources and Characteristics,“ Viktors saga ok Blávus, ritstj. Jónas Kristjáns-
son (Reykjavík 1964), bls. cx.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 148