Saga - 2006, Page 149
Önnur riddarasaga, sem fjallar allnokkuð um Afríku, er Viktors
saga og Blávus en elstu handrit af henni eru talin vera frá miðri 15.
öld.129 Þar segir um víkinga að nafni Falr og Sóti að þeir hafi verið
„bláir berserkir ok svó miklar hamhleypur, at þeir bregðast í ýmissa
kvikinda líki, eru ýmist í jörðu eðr á, spýja þeir eitri í bardögum, ok
engi járn bíta þá.“ Einar Ól. Sveinsson telur að þrátt fyrir að húðlit-
ur þessara manna sé sérstaklega dreginn fram þá séu hamskipti og
fjölkynngi eins og hér er lýst ekkert óalgengt í slíkum sögum.130 Í
Sigurðarsögu, sem talin er vera frá 14. eða 15. öld, er sagt frá því að
þegar Sigurður breytti sér hafi eitt af gervum hans verið ímynd risa
sem var svartur og illilegur.131
Þessi stutta umræða um riddarasögur gefur til kynna að þrátt
fyrir að þursar í sögunum séu iðulega kenndir við Afríku eru sög-
urnar sjálfar þó engu að síður margræðar og því misvísandi að
tengja þær við hugmyndir nútímafólks um Afríku. Benda má jafn-
framt á að gerendur þeirra eru af afrískum uppruna sem er gerólíkt
þeim staðalmyndum sem urðu ríkjandi á 19. og 20. öld.
Niðurlag
Hér hefur verið fjallað um ímyndir Afríku í nokkrum íslenskum rit-
um frá miðöldum. Lögð hefur verið sérstök áhersla á hugmyndir
um litarhátt í tengslum við Afríku og þau gildi sem litarhætti al-
mennt eru gefin í textunum. Bent hefur verið á að upplýsingar um
heimshluta sem voru ókunnir Evrópubúum á miðöldum voru sótt-
ar í frásagnir Biblíunnar og arfleifð klassíska tímabilsins. Furðu-
þjóðir og skrímsli voru gjarnan staðsett í Afríku, en rit Pliníusar
eldri voru mikilvæg uppspretta um slík fyrirbæri og upplýsingar
hans afritaðar margsinnis af seinni tíma fræðimönnum. Hinir bann-
færðu synir Biblíunnar, Kain og Kam, voru af sumum miðalda-
mönnum taldir forfeður furðuvera og fékk Kam aukið vægi í gegn-
um aldirnar sem forfaðir fólks með dökkan húðlit. Samhliða má sjá
jákvæðari ímyndir íbúa Afríku og jafnframt ber að hafa í huga forn
tengsl Evrópu við ákveðna hluta álfunnar og ólíkar afmarkanir
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 149
129 Jónas Kristjánsson, „Inngangur,“ Viktors saga ok Blávus, bls. xiv.
130 Einar Ól. Sveinsson, „Viktors saga og Blávus: Sources and Characteristics,“
Viktors saga ok Blávus, bls. cxxiv.
131 Sjá: Einar Ól. Sveinsson, „Viktors saga og Blávus: Sources and Characteris-
tics,“ bls. cxxvi.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 149