Saga - 2006, Page 154
gagnrýni Guðmundar í þessu samhengi eru hlutir sem tengjast þeim
kenningarlega ramma sem ég set rannsókninni í doktorsritgerðinni.
Þeir sagnfræðingar sem sinna rannsóknum á innviðum samfé-
lags fyrri tíma geta þakkað sínum sæla fyrir þá fyrirhyggju sem
ráðamenn í Evrópu sýndu með tilkomu lögstétta, sem eru ómetan-
leg hjálp fyrir fræðimenn nútímans. Við fyrstu sýn virðist þó vera að
þeir sem stunda rannsóknir á íslensku samfélagi njóti ekki góðs af
þessu fyrirkomulagi, enda bendir flest til þess að hér hafi aðeins ver-
ið ein lögstétt, það er bændur. Þessi skilgreining á stéttum byggist
þó á efnahagslegum grunni í anda sögulegrar efnishyggju, marx-
isma. Sú kenning virðist á síðari árum hafa glatað stórum hluta
opinberra fylgismanna sinna. Síðustu ár hafa sagnfræðingar fremur
reynt að greina þjóðfélagsmun út frá öðrum forsendum, ekki síst
menningarlegum. Gildir þá einu hvort menn hafa leitað í smiðju
manna á borð við sagnfræðingana Roger Chartier, David Sabien eða
Tim Harris og kenninga þeirra um menningarleg einkenni, franskra
strúktúralista á borð við Bourdieu eða þeirra sem lyft hafa fram
valdahugtakinu í framleiðslu og túlkun heimilda í anda Foucaults.2
Það er sama hvar borið er niður, menningarmunur íslensks sam-
félags fyrri alda verður sífellt margslungnari, því meira sem hann er
skoðaður. Í doktorsritgerð minni glímdi ég við yfirstétt íslensks þjóð-
félags á 18. og 19. öld. Markmið mitt með rannsókninni var að greina
hvernig íslenskir embættismenn brugðust við tilraunum miðstjórn-
arvaldsins til að nývæða íslenskt samfélag og stjórnsýslu Íslands, að-
allega á tímabilinu 1770–1870. Það sem mig vantaði var tæki sem
nýttist til þess að skilgreina lauslega tengdan hóp á félagslegum og
menningarlegum forsendum, þar sem ég taldi að efnahagslegar
stéttaskilgreiningar hentuðu illa. Ég valdi að nota kenningar Stan-
ford-prófessorsins Walters Powells sem grunn að kenningarlegum
ramma um tengslanet sem ákveðna leið félagslegra samskipta.3 Í
E I N A R H R E I N S S O N154
2 Sjá t.d.: Roger Chartier, Cultural History Between Practices and Representations
(Cambridge 1988). — David Sabean, Power in the Blood. Popular Culture and
Village Discourse in Early Modern Germany (Cambridge 1984). — Tim Harris,
„Problematising Popular Culture“, Popular Culture in England c. 1500–1850
(Malaysia 1995). — Pierre Bourdieu, The State Nobility. Elite Schools in the Field
of Power (Cambridge 1996).
3 Kenningar Powells um tengslanet byggjast á því að þessi séu „idealtypisk“. Sjá:
Walter W. Powell, „Neither Market nor Hierarchy: Network forms of organ-
isation“, Markets, Hierarchy and Networks. The Coordination of Social Life (London
1991), bls. 265.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 154