Saga - 2006, Page 156
ekki að tengslanetinu í heild sinni. Þetta kemur til af tveimur ástæð-
um. Í fyrsta lagi liggur það í eðli félagslegra fyrirbæra sem byggjast
á óformlegum tengslum, að innan þeirra myndast miðja og jaðar,
samskipti milli einstaklinga byggjast á gagngjöf og eru ekki bundin
við tíma og einstakir hlutar tengslanetsins eru ekki endilega virkir á
sama tíma.5 Í öðru lagi bendi ég á að stéttaskil elítunnar og undir-
stétta hafi ekki verið skýr, heldur fremur „dýnamísk“ og falið í sér
að bæði yfirstéttin og lægri stéttir hafi sótt til sín hegðunarmynstur
og ímyndir. Þessi skilgreining á „fljótandi stéttaskilum“ er sótt til
Tim Harris og við hana hafa stuðst aðrir fræðimenn eins og Christ-
ina Folke Ax, svo dæmi sé tekið.6 Skýringin á því að ég valdi að skil-
greina íslenska yfirstétt með opinni og eilítið loðinni skilgreiningu
er að ég tel að heimildir bjóði ekki upp á fastari grundvöll til að
byggja á eða leiði menn í versta falli inn á rangar brautir. Að halda
ramma tengslanetsins opnum felur í sér ýmsa kosti fyrir mína rann-
sókn. Vissulega má halda fram að allir meðlimir tengslanetsins séu
áhugaverðir, líka þeir einstaklingar sem voru valdaminni og ekki
gegndu aðalhlutverkum. En í rannsókn minni kýs ég að einbeita
mér að höfuðpersónum tengslanetsins, ekki síst vegna þess að það
eru þessar persónur sem leggja línurnar í krafti stöðu sinnar og
valda. Þetta má ef til vill skýra á einfaldan máta með því að leita í
smiðju Pierres Bourdieus. Þeir sem rannsóknin beinist að eru aðal-
persónur hins félagslega rýmis íslensks samfélags og það eru þeir
sem leggja línurnar um hvað telst vera táknrænt auðmagn í hinu
félagslega rými. Þessir valdamiklu einstaklingar mynda sín á milli
félagslega einsleitan hóp á grundvelli uppruna síns og beita tengsla-
netinu til að verja hagsmuni sína.7 Með því að halda skilgreining-
unni opinni get ég einbeitt mér að aðalpersónum tengslanetsins, án
þess að útiloka þátt þeirra sem minna skipta. Það er mitt mat að of
stíf skilgreining á hagsmunahópum geti valdið vandkvæðum við
rannsóknir. Eftirfarandi dæmi sýnir ef til vill hvað ég er að fara.
Fyrir þá sem vilja rannsaka viðhorf íslenskrar yfirstéttar á fyrri
hluta 19. aldar er Magnús Stephensen og bók hans Ræður Hjálmars
E I N A R H R E I N S S O N156
5 Mark S. Granowetter, „The Strength of Weak Ties“, American Journal of Soci-
ology 78 (1973), bls. 5 o.áfr.
6 Kgl. bibl. Kbh. Christina Folke Ax, De uregelige. Den islandske almue og øvrig-
hedens reformforsøg 1700–1870. Ph.D.-ritgerð við Kaupmannahafnarháskóla
2004.
7 Hugtök og heiti Pierres Bourdieus eru hér fengin að láni úr: Pierre Bourdieu,
Homo academicus (Eslöv 1996), bls. 51.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 156